Ég tel ekki að Jesú geti talist heimspekingur, einfaldlega vegna þess að hann notar ekki aðferðir heimspekinnar. <p>
Nú er ég trúlaus og efast um að Jesú hafi verið til, a.m.k. efast ég um að flest af því sem um hann er sagt sé satt. <p>
En aldrei í frásögnum Jesú (að því ég best veit) beitir hann rökræðu heimspekinnar. Takið eftir þegar þið lesið heimspeki, að þá á sér yfirleitt stað ákveðin samræða. Annað hvort bókstaflega, eins og í ritum Platóns þar sem Sókrates kemur við sögu, eða samræða við lesandann, þar sem höfundur setur fram rök með og móti og reynir að rökstyðja mál sitt. <p>
Frásagnir af Jesú í Biblíunni eru ekki þess eðlis að hægt sé að flokka þær sem heimspekilega samræðu, Jesú var sófisti, í besta falli. <p>
<p>
Reyndar er í lagi að benda á að margar af samræðum Sókratesar eru dulbúnar einræður, en þær eru að minnsta kosti skemmtilegar. <p>
Matti