Ég spái stundum svolítið hvort að það sé líf eftir dauðann, það er að segja hvort að það sé til himnaríki eða helvíti. Ég get ekki hugsað mér að deyja og einhvernveginn vera bara dáinn og gera ekki neitt, finna ekkert ….lifa bara ekkert ;) ég vil allavega trúa að það sé eitthvað þarna uppi! En maður vildi náttúrulega ekki heldur deyja ef maður vissi að helvíti væri til og maður gæti átt von á að lenda þar. Svo að við komumst náttúrulega ekkert að þessu fyrr en ivð deyjum. Sem verður skulum við vona ekki fyrr en eftir mörg ár! :) Hvað finnst ykkur? Haldið þið að það sé líf eftir dauðann?
kv. PottHott