Það er staðreynd að sumar fræðigreinar þykja fínni en aðrar. Ef einhver
tilkynnir að hann ætli sér að fara í læknisfræði, nú eða lögfræði, þá fær hann
óskipta athygli allra viðstaddra. “Vááá! Dugnaðurinn í sumum…” Aðrar
greinar þykja ekki eins merkilegur pappír. Fólk sem ætlar að fara í
dönskunám eða mannfræði kannast kannski ekki við sömu viðbrögð og þau
sem lýst var hér á undan.

Mér sýnist tiltekin goggunarröð vera í gangi, einhvern veginn á þessa leið:
1. Læknar og lögfræðingar
2. Stærðfræðingar og verkfræðingar
3. Eðlisfræðingar og efnafræðingar
4. Líffræðingar og jarðfræðingar
5. Félagsvísindapakk
6. Hugvísindapakk

Tek það fram að þetta lýsir ekki endilega minni skoðun (enda tilheyri ég
félagsvísindapakkinu, þótt sálfræðingar telji sig ansi oft betri en aðrir í þeim
pakka), mér finnst þetta bara almennt vera viðhorf fólks (þetta er
náttúrulega heldur ekki tæmandi listi). Er það nokkuð vitleysa hjá mér? Af
hverju er þetta svona? Er þetta réttmætt, eða byggist þetta á vanþekkingu?
Hver er ykkar skoðun?

Calliope