Bæði
(Ég tek áskorun popcorns. Ekki það að ég hafi nokkra hugmynd um það hvernig ég eigi að sýna fram á það. Ég ætla mér aðeins að gera það á afar popcornslegan hátt)
1.forsenda: Guð er til. Hvort sem hann er skapaður af manninum eða ekki.
Lítum svo almennt á guð. Hvert sem eðli hans er eða tilvera þá hljótum við að geta fundið einhverja skilgreiningu sem skilur guð frá okkur mönnunum. Það sem gerir guð(i) að guð(i/um) er getan til að skapa. Jafnfram er tilvist guð(s/a) utan alls orsakasamhengis, óháð tíma og rúmi. En þar að auki hnýti ég því við að jafnframt einkennir það guð(i) að þeir eiga að vera æðri mannskepnunni, dýrkaðir af hennig; og satt best að segja eru þær einu verurnar sem yfirhöfuð vita af tilvist guð(s/a).
Lítum á fyrsta eiginleika fyrirfram skilgreinds guðs (sem ég tala hér eftir um í eintölu):
Getan til að skapa. Það væri með öllu gagnslaus hæfileiki ef við gætum ekki skilgreint hann: Getan til að skapa felst í því (að ég tel) að geta sett saman nýja efnislega hluti eða hugmyndir án alls orsakasamhengis; úr engu. Þetta telst guðlegur eiginleiki þar sem mennirnir eru ófærir um að gera slíkt. Allt sem þeir gera hlýtur að vera í beinu orsakasamhengi við allt sem hefur áður verið gert.
Jæja.
Þá leiði ég út að þar sem guð er eina veran (ef veru skyldi kalla) sem getur skapað, og ef við göngum út frá því að allt hafi verið skapað, þá var það einmitt guð sem skapaði alla skapaða hluti; þar með talinn manninn.
-
Þá gref ég upp tvær gamlar yrðingar úr textanum: Mennirnir eru ófærir um að setja saman nýja efnislega hluti eða hugmyndir án alls orsakasamhengis og maðurinn er eina veran sem veit yfirhöfuð af tilvist guðs.
Hugmyndin um guð er þá aðeins til í hugum mannanna og þeir hljóta að hafa sett hana saman í beinu orsakasamhengi við skynreynslu sína. En það stangast á við að tilvist guðs sé óháð tíma og rúmi, og því ekki í orsakasamhengi við neitt.
Þarna erum við komin með þversögn: Sköpunaverkið ætti samkvæmt þessum texta að vera ófrjótt að því leitinu til að það getur ekki skapað sjálft (skv. skilgreiningu á sköpun). En þá ætti sköpunarverk að vera ófært um að vita af tilvist guðs.
En mannskepnan hlýtur að vita af umræddum guði, því það var hún sjálf sem skilgreindi hann (í þessu tilviki ég).
Þá leiði ég út að til þess að vita af guði verði mannskepnan að geta skapað (eins og eftir skilgreiningu).
Þá loksins sé ég að hugmyndin/vitneskjan um guð er sköpunaverk mannsins.
Ergo:
Guð(ir) skv. skilgreiningu geta aðeins hafa skapað manninn ef maðurinn skapaði guð(ina).
QED
Nú skora ég á Popcorn að setja þetta upp í stærfræðifromúlu.<br><br>
Það er ekkert stolið við þessa <b>undirskrift</