Merkasti heimspekingur 20stu aldar, Ludwig Wittgenstein, á 115 ára afmæli í dag. Hann fæddist á þessum degi árið 1889 og átti eftir að hafa ómæld áhrif á hugsun fræðimanna - og enn þá hefur hann svakaleg áhrif.

Reyndar skrifaði Daniel C. Dennett í pistli um árið að raunveruleg áhrif hans færu dvínandi, hann væri í raun settur til hliðar í vissum skilningi. Þrátt fyrir það er ekki hægt að neita því að margt af því sem nútímaheimspekingar fjalla um er umdeilt vegna þess sem hann sagði og skrifaði um það. Málið er að Wittgenstein skrifaði svo afskaplega mikið, en gaf bara út eina bók í lifanda lífi - enn er verið að rannsaka öll minnisblöðin hans. T.d. var gefið út á tölvutæku formi það sem kallað er Nachlass Wittgensteins, fyrir nokkrum árum - en það eru 20 þúsund síður af minnisblöðum. Þetta er afrakstur margra ára vinnu í háskólanum í Bergen í Noregi - og á þetta víst bara að vera brot af þeim minnispunktum sem til eru.

Í fyrrnefndri grein segir Dennett t.d. þetta: „If you would like to watch philosophers squirm — and who wouldn't? — pose this tough question: Suppose you may either a) solve a major philosophical problem so conclusively that there is nothing left to say (thanks to you, part of the field closes down forever, and you get a footnote in history); or b) write a book of such tantalizing perplexity and controversy that it stays on the required-reading list for centuries to come. Which would you choose? Many philosophers will reluctantly admit that they would go for option b). If they had to choose, they would rather be read than right. The Austrian philosopher Ludwig Wittgenstein tried brilliantly to go for a) and ended up with b).“

Wittgenstein dó 29da apríl 1951.<br><br>_________________________
<a href="http://www.simnet.is/unnst“>ha?</a>(ég biðst fyrirfram forláts, ef mér er illa við að skrifa það, sem þér finnst gaman að lesa)
<a href=”http://www.simnet.is/unnst/munnsofnudurinn“>munnsöfnuðurinn</a>
<a href=”http://el-margeir.blogspot.com">fannáll öngþveitisins</a