Nei, langflestir halda að hlutirnir séu hinsegin, eins og þú heldur. Málið er að það er óþægilegt að hugsa til þess að einhvern tímann verði maður ekki til, og þess vegna býr fólk til þessa óskhyggju um annað/eilíft líf. Það er samt órökrétt og engin sönnunargögn sem benda til þess, en fólk er tilbúið að trúa ótrúlegustu hlutum bara til þess að bæla niður þennan ótta og sefja sig. Jafnvel þeir sem trúa ekki á eftirlíf og vita að annað fólk deyr forðast eins og heitan eldinn að hugsa um að þeir sjálfir muni einhvern tímann deyja.
Fyrst þú varst að tala um geðveiki, þá held ég að einmitt þessi tvíhyggja geti leitt til geðveiki ef hún er gerð að bókstaflegri sannfæringu í lífi fólks. Það er freistandi að trúa á alls konar anda og drauga og önnur tilverustig, og að hugarórar og draumar hafi einhverja merkingu og sjálfstæða tilvist, en þeir sem láta undan og gera þetta að raunveruleika í sínu lífi eru í bráðri hættu með að fara yfir strikið.
Ég held að því fyrr, sem fólk áttar sig á því að það muni einhvern tímann deyja, því betra. Þá getur það byrjað strax að lifa lífinu til fulls, og reyna að gera eitthvað við líf sitt sem skilur eitthvað markvert eftir til eilífðarinnar. Við lifum áfram inn í eilífðina í gegnum afkomendurna og verkin okkar sem fólk man eða man ekki eftir.
Deyr fé, deyja frændr,
deyr sjálfur hið sama;
en orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getr. (Hávamál)
Ok, ég get alveg viðurkennt að ég er drulluhrædd við dauðann þó svo ég hugsi stundum að mig langi að deyja. Ekki veit ég af hverju ég trúa á allt þetta yfirnáttúrulega, kannski af því ég við fá einhverja spennu í lífið, kannksi vil ég hafa eitthvað svona til að velta fyrir mér. Eða að ég er bara að reyna að flýja raunveruleikann.
Mér finnst samt skrýtið að mig skuli alltaf langa að fá martraðir. Alltaf þegar það gerist þá spái ég alveg rosalega mikíð í hvað allt í draumnum gæti merkt, hvort þetta og hitt sé að fara gerast. Greinilega vil ég hafa eitthvað dularfullt í lífi mínu, og það er kannski þess vegna sem ég vil trúa á slíka hluti. Til dæmis langar mig að geta séð dáið fólk, samt veit ég að ef það myndi einhvern tímann gerast þá myndi líða yfir mig af hræðslu.
En æ, ég veit ekkert í minn haus og ég nenni ekka að hugsa um svona. Kannski drepst ég bara algjörlega þegar ég dey.<br><br><b>La vita è bella…</
0