Smá ábending hérna. Þeir gátu ekki skapað lengur nýja hluti undir lokin stuttu áður en þeir dóu út, það er talið að þeir hafi einungis geta gert hluti sem þeir fæddumst með kunnáttu til að gera.
Það var einmitt partur af ástæðunni fyrir því að þeir dóu svo hratt út, vitanlega hjálpuðu mennirnir til með því að drepa þá fyrir veiðisvæði. Þeir gátu t.d. ekki skapað ný vopn til að berjast við mannin er talið.
Svo eru reyndar til hugmyndir um að tegundirnar hafi blandast að einhverju leyti, það þýðir að mjög líklega blundar brot af neanderdals manni enn í okkur.
En í sambandi við takmörkun hugans, þá tel ég þetta ansi skemmtilega pælingu og persónuleg skoðun mín á þessu er sú að ef að við stöðnum í of langan tíma geti verið að hugurinn staðni algerlega og sköpunar kunnátta mannsins hverfi, en eins og er lítur ekki út fyrir að það sé að gerast.
Við erum jú að skoða alheiminn og farin að þróa gervigreind, nanó tækni, vélmenni og síðast en ekki síst það sem snertir allt nema alheiminn, læknavísindunum fleytir hratt fram og ræktun líffæra er staðreynd. Ef vel til vill getum við lifað mun lengur heldur en okkur er ætlað og þá getur verið að við munum gera merkilegar uppgvötanir, því þá getur maður eytt meiri hluta af ævi sinni við það að læra og að finna lausnir á vandamálum sem nútíma gamalmenni gáfust upp á.
En þetta eru mest allt vangaveltur og vitleysa. Svo ekki taka mark á mér.