Í fyrsta lagi er þetta bara saga. Hún er til í ýmsum útgáfum og og ekki bara hér á landi. En alltaf er einhver til í að ábyrgjast það að hún sé sönn. Hún er það samt ekki.
Í öðru lagi er þetta ótrúlega lélegt svar. Maður sem segir bara “Ef þetta er spurning þá er þetta svar” er ekki enn þá búinn að segja hvort þetta hafi verið spurning eða ekki. Hann er bara búinn að segja að <i>ef</i> þetta hafi verið spurning, <i>þá</i> hafi þetta verið svar. Ég get líka sagt að <i>ef</i> Ólafur Ragnar Grímsson er dökkhærður, <i>þá</i> sé hann búinn að lita á sér hárið. En ég er ekki þar með búinn að segja hvort hann sé dökkhærður eða hvort hann sé búinn að lita á sér hárið. Ég er bara búinn að segja að <i>ef</i> hann er dökkhærður, <i>þá</i> sé hann búinn að lita á sér hárið.
Ef ég hefði nú verið spurður á prófi hvort Ólafur Ragnar Grímsson sé dökkhærður eða ekki, þá myndi ég sennilega ekki fá mörg stig fyrir að segja bara að <i>ef</i> hann er dökkhærður, <i>þá</i> sé hann búinn að lita á sér hárið. Því ég er í raun ekki búinn að svara því sem verið er að spyrja um. Að svara með skilyrðissetningu er jafngáfulegt og að svara með spurningu.
Ég hef sjálfur farið yfir mörghundruð próf í heimspeki við Háskóla Íslands og fullyrði að þar hafi aldrei verið haldið svona próf þar sem þessi eina spurning kom og einhver hafi fengið tíu fyrir að svara þessu svari. Það er samt alltaf einhver sem neitar að trúa mér og segir mér þessa sögu um frænda vinar bróður síns eða eitthvað álíka. En hvað veit ég? Ég hef bara stundað nám þarna í sex ár og kennt og samið próf, haldið próf og farið yfir. Það eru líka alltaf nokkrir nýnemar á hverju ári sem halda að þeir muni slá í gegn með því að bulla á prófum eða með því að finna sniðugasta svarið eða jafnvel með því að semja málshátt á prófinu. Þeim tekst það aldrei (enda ekki að svara því sem spurt er um), og þeir komast fljótt að því að þetta er ekki það sem heimspekin gengur út á og þetta er ekki það sem heimspekikennarar vilja þjálfa nemendur sína í.<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
___________________________________