Ég hef áhugavert svar handa þér:
Algjör óregla er líklega ekki til, það er ekkert fullkomlega
random. Hins vegar getum við litið á að kerfi (til dæmis
spilastokkur) innihaldi fullkomna óreglu þegar hægt er að rugla
því með aðferð sem reiðir sig ekkí á kerfið sjálft með neinu
móti.
Þannig er hægt að líta á uppröðun spilastokks sem algjörlega
tilviljunakennt ferli vegna þess að sú aðgerð að stokka spilin
(sem, eðlisfræðilega séð, er þó ekki tilviljunarkennt ferli) er
ekki í neinum tengslum við gildi spilanna.
Þú getur ekki fundið reglu í spilunum út frá eðlisfræði
“stokkunarinnar” og stokkunin þarf ekki að taka neitt tillit
til gilda spilanna. Þannig má álíta spilastokk algjörlega
tilviljunarkenndan.
Við getum líka litið á það þannig að um tvö kerfi sé að ræða:
spilastokkinn sjálfan og gildi spilanna. Spilastokkurinn (og
þá er ég bara að tala um pappírinn) fer eftir lögmálum sem
gildin þurfa ekki að fara eftir. Spilastokkurinn er þá utanað-
komandi kerfi sem gildin, innra kerfið, hafa engin áhrif eða
völd á.
Og ef þú varst að velta því fyrir þér, þá má raða spilastokki
upp á 52! = 1*2*3*4*…*52 mismumandi vegu.
<br><br>
“I'll knock your socks!”