Það er alveg hreint ótrúlegt hvað mikil áhrif litlir hlutir eða atvik geta haft.
Tökum sem dæmi ef að maður gleymir lyklunum sínum heima hjá sér og verður að snúa við til að ná í þá, rekst á bakaleiðinni á konu sem að verður seinna konan hans. Þau eignast svo börn og börnin þeirra eignast börn og svo framvegis…
Ef að maðurinn hefði ekki gleymt lyklunum sínum þennan dag þá hefðu kannski margar manneskjur aldrei orðið til og það hefði jafnvel hrundið af stað hræðilegum atburðum, s.s. ef að eitthver afkomandi þessa manns hefði kannski átt hlut í því að hindra stríð eða eitthvað álíka.

Þið, kæru lesendur, hafið eflaust eitthverntímann lent í því að litlir hlutir eða atburðir hafa haft mikil áhrif á líf ykkar, og jafnvel líf annarra, án þess að þið hafið tekið eftir því.
Hvað ef að Newton hefði aldrei fengið eplið í hausinn?
Kannski var Leonardo DaVinci að borða brauð þegar að honum datt í hug að mála Mónu Lísu… hvað ef að manneskjan sem bakaði brauðið hefði aldrei bakað það brauð? Væri listasagan allt öðruvísi?
Hvað ef að maðurinn sem fann upp blýantinn hefði farið í lakið?

Þetta er alveg hreint magnað þegar að maður pælir smá í þessu.


Takk fyrir mig.
Kv. -Ibex