Ég var svona að spá, hvað er litblinda og hvernig veit fólk hvort að það sé litblint?
Ég á þriggja ára gamlan strák sem ég er að kenna litina og ég náttúrulega segi honum að rautt sé rautt, en hvað ef hann sér rautt sem grænt en ég segi honum að það sé rautt, þá er ég búinn að kenna honum að það sem hann sér sem “grænt” heiti í raun rautt og hvernig getur hann þá seinna meir vitað að grænt sé grænt en ekki rautt? Hann hlýtur að læra það á barnsaldri hvað hver litur heitir og þegar hann eldist þá hlýtur það að haldast að grænt sé rautt og svo framvegis. Þetta er kannski svoldið langsótt, en útfrá þessum pælingum mínum get ég ekki skilið hvernin finna má út hvort fólk sé litblint eður ei! Var ekki alveg vissum hvar ég ætti að setja þessa litlu grein, en fannst heimspekin svona passa þessum pælingum best :o)
Mín skoðun er ALLTAF sú rétta