Gislihar:
<b>Spurning:</b> <i>Er rétt eða rangt að rækta fósturvísa manna, í leit að þekkingu?</i>
Eins og þegar allar ákvarðanir eru teknar, hlýtur maður að hafa <b>markmið</b>, <b>forsendur</b> og <b>rök</b>.
<b>Markmiðið</b>, trúi ég (hið rétta veit sá einn sem þekkingarinnar aflar) að sé öflun þekkingar. En þekking er þess háttar fyrirbæri að við vitum ekki hvað við fáum fyrir fram. Því er sókn eftir þekkingu, viðleitni sem viðheldur einhverju sem mætti kalla möguleika (e. potential). Það ferli að leita þekkingar er því viðhald á möguleika. Ég gef mér einnig að þekking sé alltaf jákvæð, og hlutlaus að því leiti að hana er hægt að nýta til þess sem í daglegu tali er kallað gott og illt. Þekking er hvorugt þessa, í eðli sínu. En þekking sem þegar hefur verið aflað, hlýtur að vera vald. Möguleiki á að gera eitthvað nýtt, sem áður var ekki hægt að framkvæma. Þekkingarleit er því viðhald á möguleika þess að auka vald, þess sem þekkinguna hlýtur. Meira vald tel ég vera jákvætt þeim sem það hlýtur. Vald gefur vilja þess sem það hefur, aukinn möguleika til að verða að raunveruleika. Þá á ég við að sá sem hefur aukið vald, hefur aukinn möguleika á að stjórna umhverfi sínu, með vilja sínum.
<b>Markmið:</b> Viðhald möguleika þekkingar –> þekking –> aukið vald –> aukið frelsi viljans til að hafa áhrif á umhverfi sitt.
<b>Forsendur</b>, hef ég nú þegar að sumu leiti gefið mér. Með því að telja þekkingu jákvætt fyrirbæri, og afleiðingar hennar. Auk þess hef ég líka gefið mér að þekking lúti ekki gott og illt hugtakapólunum. En forsendurnar beina athygli okkar óneitanlega að fyrri hluta spurningarinnar, sem ég orðaði hér að ofan: "Er rétt eða rangt[...]“. Þessi hluti spurningarinnar, er nokkuð afhjúpandi hvað varðar forsendur spurningarinnar, og þal þess sem spyr. Að hvaða leiti? Jú, að því leiti að til sé gildur mælikvarði til að dæma um hvenær eitthvað sé rétt eða rangt. Að slíkur dómur sé mögulegur, allt svo. En til þess að sá sem spurður er og sá sem spyr, geti átt gagnleg skoðanaskipti er naðsynlegt að þeir komi sér saman um sameiginlegan grunn, þeas sameiginlegar forsendur. Að þeir séu ekki að tala um ólík fyrirbæri, þar sem mismunandi rök gilda, eða að bera saman epli og appeslínur. En hvaða forsendur getur sá sem spyr og sá sem er spurður komið sér saman um? Við erum akkúrat núna stödd á jarðsprengjusvæði siðfræðilegra deilna, eða kannski er það vígvöllur öllu heldur, því að enn er barist um hina einu og réttu siðfræði. Ef við læsum okkur föst við þennan vettvang, erum við hættir að fást við þessa spurningu sem ég setti hér fram, og erum þess í stað farin að deila um siðferðilegan grundvöll tilveru okkar. Við getum því ímyndað okkur að í öðrum heimi, í annari samhliða vídd kannski, hafi spyrjandinn og sá sem svarar, kosið að taka upp rökræður um siðferðilegan grundvöll tilverunnar og upphaflega spurningin fær að bíða um í ótiltekinn tíma (líklega að eilífu). En við í þessari vídd heimsins, skulum láta spyrjandann og þann sem svarar kjósa ögn praktískari leið. (En hún lýsir skoðun minni á siðfræði.) Við látum syrjandann og þann sem svarar taka þá afdrifaríku ákvörðun að hafna siðfræðinni og siðferðinu alfarið, og koma sér saman um að byggja rök sín aðeins á skynseminni einni saman. Þannig náum við að losa okkur við vandamálið (sem ég tel heimatilbúið) um gott og illt. En eftir stendur spurninginn um rétt og rangt, og skynsamlegt og óskynsamlegt. Forsendur okkar eru því mannleg skynsemi, en það er etv of loðið hugtak. Við getum því gengið lengra og sagt að grunnurinn séu þær forsendur sem báðir aðilar samþykki, eftir að hafa sniðgengið hugmyndir sínar um siðferði.
<b>Forsendur:</b>
Val #1 Samræður snúast upp í deilur um siðrfræði.
Val #2 Siðfræðin er síuð út og sniðgengin, og forsendur fundnar sem báðir aðilar geta sætt sig við, og þær þjóna svo sem grunnur fyrir rök sem mynda rökræðuna.
<b>Rökin</b>, eru svo þeir skynsamlegu möguleikar sem koma til greina. Þeas þeir mögleikar sem byggja á rökum. Ég gef mér að þeir séu endanlega margir, þar sem um afmarkað viðfangsefni er að ræða, í afmörkuðum tíma og rúmi, en það eru til óteljandi rökleysur. Um það má deila, enda eflaust hægt að búa til margar útgáfur af sama fyrirbærinu. En það sem ég á við, er að um takmarkaðan fjölda lausna er að ræða (íþm á þessum tímapunkti og fyrir okkar takmarkaða mannlega skilning). Rökin fara einnig í það að vega og meta þessa möguleika sem koma til greina, og eru ekki vitleysa. Rökin þurfa að finna besta möguleikan, jafnvel þó hann sé ekki fullkominn, því að ekki er víst að við eigum kost á einvhverju sem nálgast fullkomnun. Jafnvel þó við ættum kost á fullkominni lausn, þá er ekki víst að tíminn sem við höfum gefi okkur kost á honum. Við höfum ss nokkuð flókið kerfi hér fyrir framan okkur og við þurfum að finna bestu lausnina, þeas að ”besta“ kerfið (e. optimization). Við höfum því lagt niður ákveðna aðferðarfræði við að fást við þessa spurningu. Við höfum gert það skynsamnlegt, látið það lúta rökum sem hægt er að fylgja. Verkefnið er því skýrt, og hér mun umræðan eiga sér stað, í þessum hluta sem ég kalla rök. Þó þykir það etv undarlegt að tala um rökræður á þennan hátt, eins og um verkfræðilegt úrlausnarefni sé að ræða, sem eigi sér eina rétta lausn. En ég spyr á móti, hvað annað? Að öðrum kosti sætum við uppi með eitthvað óröklegt, sem væri ómögulegt að nálgast með einhverju sem við köllum skynsemi. En ég geri mér grein fyrir að nákvæmnin ræðst af eðli málsins. Við erum ekki að reisa brú, við erum að greina heiminn með rökum. Það þýðir að við höfum ekki eins nákvæm verkfæri og verkfræðingurinn, sem hefur stærðfræðinia. Hinsvegar útilokar það ekki að við getum ”bestað" þetta kerfi. Ég er á því að það sé hægt að smíða tækin, og nálgast verkið með sama hugarfari, þó að verkið sé ólíkt og viðfangið grófara, hvað nákvæmni snertir.
Ég hef í raun ekki svarað spurningunni, ég hef lagt niður grundvöll til að svara henni. En nú skal ég koma mínum ályktunum á framfæri.
<b>Mín skoðun:</b>
Já, við eigum að rækta fósturvísa til þess að öðlast þekkingu. Fósturvísar hafa ekki meðvitund, eru ekki menn. En þeir eru hinsvegar möguleiki á því að verða það. En aðalatriðið er, að þeir eru það EKKI. Í því ástandi eru tilraunirnar framkvæmdar á þeim.
Við gætum ímyndað okkur framtíð þegar klónun er orðin mjög þróuð. Þá gætum við tekið hár úr höfði okkar, og farið á tilraunastofu, og skapað afkvæmi. Þá eru allar frumur líkamans, eða bara erfðaefni okkar sjálft, sem væri etv hægt að skrá niður á blað (þó það tæki margar blaðsíður) og þar værum við komin með sama möguleika á manneskju. Það er auðvitað út í hött að fara að vernda hárin á höfði okkar, húð okkar, blóð okkar, fyrir utanaðkomandi áreiti, umfram það sem við gerum nú þegar.
Fósturvísar eru ekki heilagir. Hvað er heilagt? (Ég hafnaði siðferðinu þarna áðan, því er heilagleiki óskiljanlegt hugtak í mínum huga, enda fullkomlega raka laust.) En þó ég skilji hugtakið auðvitað, þá tel ég að mögulegt mengi heilagra hluta, hljóti að vera tómamengi.
En það hvort við eigum að rækta fósturvísa gera tilraunir með þá, snýst ekki um heilagleika. Við sem manneskjur í samfélagi lútum lögum, og ýmsum reglum. Afhverju? Án þeirra myndu samfélög okkar liðast í sundur, enda er slíkt ekkert nýtt í sögunni. Við þurfum því að hugsa þessar tilraunir í samfélagslegu samhengi. Mannfólkið eru tilfinningaverur auk þess að vera skynsemisverur. Við getum því ekkert útilokað tilfinningar, þó við hugsum um þær af skynsemi hér (enda er það eina vitið). Við verðum að draga línur, gera ramma, sem takmarkar frelsi vísindanna í að gera tilraunir á fósturvísum. Hvar þessar línur eru dregnar, ræðst af einhverskonar meðaltilfinningaþoli sem fólk hefur fyrir tilraunum eins og þessum. Slíkt er hægt að kanna með skoðanakönnunum og öðrum félagsvísindalegum aðferðum. Við sjáum því að það er hægt að draga þessi mörk, eftir vilja fólksins. Hvort sem sá vilji ræðst af tilfinningum eða skynsemi (eða einhverju öðru). Auk þess væir líka hægt að endurskoða þennan ramma, eftir vilja fólksins, því að það er ljóst að hann er ekki fasti. Það verður því að endurskoða rammann reglulega. Hann gæti þanist út og veitt vísindunum meira frelsi, eða þrengst, eða staðið í stað. Við höfum hér fundið leið sem er klárlega framkvæmanleg, og að því að ég fæ séð, nokkuð góð.
Að þessu sögðu, þá hlýtur að vera ljóst að ég tel þekkingu mjög mikilvæga. Sem þýðir einnig að ég telji aukið vald mannkyns mikilvægt. Með þeim rökum að við höfum hingað til bætt aðstöðu okkar að öllu leiti (vil ég fullyrða) með aukinni þekkingu. Þó við beitum henni einnig, og þá mis skynsamlega. Að því sögðu, vek ég upp mikilvægi þess að mannkyn geti höndlað vald sitt. Ég tel að það geti það, þó við höfum dæmi um annað. Leiðin til þess að stuðla að því að við getum höndlað vald okkar, og væntanlega aukningu þess, tel felast í stöðugleika. Þá á ég við að við þurfum að reyna að auka á stöðugleika í heiminum, og að reyna að viðhalda honum. Stöðugleiki, felur í sér jafnvægi, og að breytingar séu ekki örar. Etv má bara skipta á hugtakinu stöðugleiki fyrir hugtakið jafnvægi. Jafnvægi og vald þarf því að haldast í hendur.
Það sem einkennir okkur sem tegund, sem meðvitaðar verur, er þekking. Þekking er augljóslega eitt af því mikilvægast sem til er í okkar mannlegu tilveru. Því vil ég veg þekkingarinnar sem mestann, og það þarf mjög góð rök til, ef á að takmarka þessa viðleitni okkar tilfinnanlega. En þó ætti maður ekki að fara svo skart í neina átt, nema að maður hafi leið til þess að hægja á sér.
Aðrar takmarkanir eða rammar sem gætu verið skynsamlegir, skapast af hugsanlegri hættu á nýjum sjúkdómum, eða annarri óáran sem gæti þróast í þessum tilraunum. En það segir sig í raun sjálft. Að auki erum við ekki komin svo langt á þessari braut að slík hætta sé orðin neitt til að hafa áhyggjur af, en ég læt þar til bæra sérfræðinga um að draga þessar ályktanir.
<i>Þá er ekki fleira í þættinum í kvöld. Veriði sæl.</i>
Kv.
VeryMuch<br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h