Er þetta kannski eitthvert verkefni sem þú ert að gera í einhverjum skóla? gildir einu.
1. Ætli Sókrates sé ekki fyrirmynd margra heimspekinga fram til dagsins í dag vegna samræðuaðferðarinnar sem hann bjó til og notaði og kölluð er Sókratísk samræða. Einnig er hann fyrirmynd margra, þá ekki endilega bara heimspekinga, vegna þess hversu gegnheill og samkvæmur sjálfum sér hann var. Hann er einn þeirra fáu manna heimssögunnar sem náðu að samstilla vitund og verund (Sigurður Nordal orðar það svo einhvers staðar man ég). Hann gerði ekki það sem var rangt eða ranglátt, því það er alltaf verra fyrir þann sem gerir það sem er rangt heldur en hinn sem verður fyrir ranglæti. Sókrates gat auðveldlega flúið úr fangelsinu og haldið sig á öruggum stað (sbr. Krítón), en hann gerði það ekki - því það var rangt. Hann drakk heldur eitrið og dó.
2. Það er venjan að segja að Sókrates hafi talið sitt hlutverk vera að fá fólk til að hugsa, ekki kenna því að hugsa einsog sófistarnir gerðu. Hann rökræddi við fólk til að fá það til að hugsa. Einsog minnzt er á í Varnarræðunni er hann einsog broddfluga og samfélagið er hestur - hann heldur samfélaginu vakandi, fær það til að líta í kringum sig, spyrja spurninga o.s.frv.
3. Í Varnarræðunni kemur ýmislegt fram, ég man reyndar ekki fullkomlega hvað kemur fram þar og hvað kemur fram annars staðar í ritum Platons. Ég nenni heldur ekki að fletta því upp, þú ættir að gera það upp á eigin spýtur held ég.<br><br>_________________________
<a href="
http://www.simnet.is/unnst“>ha?</a>(ég biðst fyrirfram forláts, ef mér er illa við að skrifa það, sem þér finnst gaman að lesa)
<a href=”
http://www.simnet.is/unnst/munnsofnudurinn“>munnsöfnuðurinn</a>
<a href=”
http://el-margeir.blogspot.com">fannáll öngþveitisins</a