málið er það að það er í raun ekki hægt að aðskilja ríki og kirkju hér á landi, málið er það að þegar ríki og kirkja sameinuðust á sínum tíma þá var kirkjan mjög rík stofnun þ.e.a.s átti mikið af jörðum ofl, og við sameininguna yfirtók ríkið allan þennan auð, síðan þá eru þeir búnir að selja eða ráðstafa á einn eða annan hátt þessum jorðum og peningum þannig að ef aðskilnaður ætti sér stað þá þyrfti ríkið að endurgreiða það allt á uppsprengdu verði, sem er mun meira en ríkið ræður við, þannig að ef aðskilnaður ríkis og kirkju á að verða að veruleika þá þarf ríkið að punga út fyrir allverulegum upphæðum sem er einfaldlega ekki hægt í dag…