Um dagin rak ég augun í greinina “tilgangur tilgangsins” og þó að mér fyndist sú grein vera frekar vanhugsuð þá vakti hún upp þá spuningu í mér hvað fynnst fólki vera tilgangur lífsins.
Mig langar endilega að fá sem flest álit því hvað “tilgangurinn” er eða hvort það sé yfir höfuð tilgangur í þessu öllu saman. Ég vill hinsvegar ekki endurvekja þá umræðu um hvað tilgangur yfir höfuð er og leifi fyrrnefndum pistli algjörlega að sjá um þannig umræðu.
Sjálfum finnst mér tilgangurin vera að gera þenna heim að aðeins betri stað fyrir þá sem búa í honum og persónulega finnst mér allt of fáir vera að vinna að því takmarki. Það eru knnski ekki allir sem sjá hvað þeir fái út úr því en manni líður alltaf betur ef fólkinu í kringum mann líður vel. Þetta er kannski ekki hinn stóri og mikilfengni snnleikur á bak við öllu og svarar ekki hvað er handan við dauðann en spurningin var líka hvað er tilgangur lífsins.