Ramax:
Ég held sjálfur að það gildi svo sem einu hvort viðkomandi er trúaður eða ekki, þegar guðleysið eða skulumvið segja köld vélvirknin rennur uppfyrir þeim. En fallið er væntanlega meira fyrir þann sem hefur bundið bagga sína við trúarbrögð eins og Kristni og verið mjög trúaður. Sjokkið er því meira fyrir þann sem er mjög trúaður, þegar honum verður ljóst hve rangt hann eða hún hefur haft fyrir sér, og hve kaldur raunveruleikinn er í raun.
En það skiptir svo sem engu hvort maður er trúaður eður ei, þegar þessi kalda vélvirkni rennur uppfyrir manni. Þar sem eðli heimsins er svo ómannlegt, og því ólíkt okkur sjálfum hvort sem við trúum á eitthvað eða ekki.
Þegar ég tala um vélvirkt þá er ég að tala um heim sem er soldið eins og blind vél. Við getum ímyndað okkur, til sýringar á hugmynd minni, að við finndum vél á stærð við hús, og hún gengi í raun á lífi og dauða. Þeas hún gengi svo þvert á það sem okkur þykir “heilagt”(í víðum skilningi) að okkur hryllir við. Hrollurinn verður enn meiri þegar við gerum okkur grein fyrir að gangur vélarinnar er fullkomlega skynsamlegur og hagkvæmur. Þessi vél minnir etv eilítið á útrýmingarbúðir, nema að tilgangur hennar er ekki útrýming, hún er bara hér og gengur sinn vana gang, án þess að við vitum afhverju eða tilhvers, og vel er hugsanlegt að þessi maskína hafi alltaf verið til, þar sem tíminn gæti verið virkni vélarinnar sjálfrar.
Það er þessi kalda uppgvötvun að álit okkar, og tilfinning er fullkomlega takmörkuð og forgengileg í stærra samhengi. Að helvíti og himnaríki eru merkingarlaus fyrirbæri í þessari Vél. Hún þekkir ekkert slíkt, hún er aðeins blind virkni. Og það er enginn til að halda í hendina á manni, enginn til að passa mann, Vélin sem ræður er tilfinningalaus og því miskunnarlaus líka.
Sko förum í svona smá hugsunarleiðangur, til þess að komast í nánari snertingu við umfjöllunarefnið og etv öðlast dýpri skilning á því.
Það veldur okkur til tölulega litlu hugarangri að ganga í gegn um sláturhús, þar sem td verið er að slátra lömbum eða kjúklingum eða sambærilegt. Vissulega er þetta ekki geðslegt en við þurfum ekki sálfræði aðstoð á eftir. Við þekkjum lambalærin og höfum borðað þau á sunnudögum, og finnst ekkert athugavert við það að sjá þau svona útúr samhengi við skepnuna sjálfa, þe okkur finnst ekkert athugavert við það að sjá afskorið lambalæri. Við erum líka vanir að sjá sviðahausa, og okkur þykir etv líka augun herramanns matur. Við skiljum líka hve mikilvægt það er að sláturhús séu skilvirk, ma svo að við höfum efni á vörum þess, að virkni sláturhúsa noti sér hagkvæmni færibandaferlisins. Þetta er augljós og skilnsamleg aðferð við slátrun og vinnslu á kjöti. En snúum okkur þá að okkur sjálfum.
Ef við færum inn í samskonar sláturhús þar sem væri verið að slátra fólki, myndum við eflaust aldrei verða samir aftur. Það tæki okkur áratug jafnvel lengur að jafna okkur. Hvers vegna? Hver er munurinn? Kannski er það afhjúpunin, kannski er það innbyggt eðli okkar að hafa djúpan viðbjóð af þjáningum einstaklinga eigin tegundar. En það er á hreinu að þegar við sjáum mennskan útlim úr samhengi við manneskju, þe skorinn frá búknum, þá er eins og einhver mörk hafi verið rofin. Við erum ekki vanir að sjá fót eða hönd aðsilin frá líkama. Á sama hátt er fátt meira hrollvekjandi (að mínu mati) en að fólk missi td andlitið. Hægt er að sjá hrikalegar myndir td á rotten.com þar sem fólk hefur gert misheppnaðar tilraunir til sjálfsmorðs td með haglabyssum, og lifa af. Það þarf ekki að taka fram að þetta fólk getur ekki talað, ekki séð, ekki fundið lykt, kannski heyrt, það getur ekki sýnt svipbrigði. Hrollurinn sem maður finnur fyrir stafar að mínu mati íþm af því að þarna er einhver hugsunarheild (andlitið) rofið. Auk þess þykir manni hrikalegt að slíkt sé möguleiki, mögulegt. Andlit, höfuð eru svona heildir sem manni þætti best að væru órjúfanlegar, en þær eru það auðvitað ekki. En raunveruleiki þess hve slæmur skaði getur orðið er hrollvekjandi. Það að gera sér raunverulega grein fyrir svipuðum möguleikum, og gera sér svo kannski fulla grein fyrir að mannslíkaminn er að sjálfsögðu bara eðlis/efna/lífrænt fyrirbæri eins og hvað annað er sjokk ef maður hefur ekki gert sér grein fyrir því áður. NB jafnvel þó maður viti eitthvað þá þýðir það ekki að maður geri sér fulla grein fyrir því. Mér finnst mjög mikilvægt að gera greinarmun á því að vita og að gera sér grein fyrir.
Að gera sér grein fyrir að heimurinn er tilfinningalaust ferli, getur á sama hátt og í dæminu hér að ofan, verið töluvert sjokk. Það má vera að við höfum alltaf vitað það, lesið um það í bókum og lært í skóla, en það er þegar við gerum okkur grein fyrir því þegar sjokkið kemur, og líka hinn djúpi skilningur. Líkt og að vita að fólk deyr, er ekki það sama og að verða vitni að því. Tala nú ekki um ef hinn látni er manni nákominn.
Raunar þykir mér sem allt of margir stundi heimspekina á “að vita” basis, en örfáir á “að gera sér grein fyrir” basis. Heimspeki fyrir síðari típunni er mjög persónulegt fyrirbæri, en aftur á móti mjög akademískt fyrir þeim fyrri. Sitt hvor típan hefur sína kosti og galla.
Að gera sér grein fyrir tilfinningaleysi heimsins, er eins og að hitta geimveru, og horfast í augu við miskunnarlaus skordýraaugu hennar. (Ég bið geimverur velvirðingar á fordómum mínum.) Að biðja heiminn um miskunn er eins og að biðja risavaxna flugu að drepa þig ekki. (Hljóð þín eru bara hávaði í “eyrum” hennar. Auk þess sem hún skilur ekki tilfinningar (væntanlega)). Skordýr eru einmitt fínt viðfangs efni til þess að gera sér grein fyrir þessu miskunarleysi eða köldum rökum heimsins. Hvernig þau drepa hvert annað á algerlega að því er virðist róbótískan hátt. Að vera étinn lifandi er normið, það er ekkert verið að hafa fyrir því að aflífa þig fyrst. ;) Þetta gildir í raun fyrir spendýr líka. Hlébarði bítur í háls bráðarinnar og kæfir hana vegna þess að hann er ekki nægilega sterkur til að byrja strax að borða bráðina. Ljón ef ég man rétt, rífa veikari dýr í sig lifandi, en ef þeir þurfa að drepa þau fyrst kæfa þau bráðina með því að bíta í og yfir snoppu þess og kæfa þau þannig.
Jæja þetta er nóg.
Kv.
VeryMuch
<br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h