Lífið er eitthvað sem er ekki hægt að segja að sé til, hvort það hafi byrjaði eða hvenar, og af hverju og hvernig, og af hverju er það ekki búið? Hvenar klárast lífið þá? Er lífið bara ekki blekking?
Er einhver sem veit hvernig það var að fá líf? Það er enginn sem veit hvernig það er. Eina sem er hægt að muna frá þeim tíma er… ekkert. Við finnum ekki fyrir því þegar við fæðumst, við vitum ekki hvernig það er, við vitum ekki hvernig það er að fá líf. Við vitum ekki hvernig það er deyja heldur, hvernig getum við þá haldið því fram að við erum lifandi, ef við vitum ekki hvernig við erum dauð? Þetta er alveg einsog með að sofna, þú mannst aldrei hvenar þú sofnar. Þú finnur ekki fyrir því. Þú veist bara að þú lagðist niður í rúm eða hvar sem þú svafst nóttina áður og svo næsta sem þú veist eftir það er þegar þú vaknar. Og stundum manstu eftir draumum, en þá kemur spurningin, hvað eru draumar? Af hverju finnast þeir svona raunverulegir? Er að vakna kannski bara að halda áfram að lifa og eigilega byrja að lifa uppá nýtt? Og við förum í einhvern heim sem við megum ekki vita um þegar við erum sofandi? Við erum bara einsog endurhlaðanlegar rafhlöður. Við byrjum að lifa með miklum krafti, förum að sofa til að hlaða okkur upp þegar lífið er að verða búið, og vöknum svo aftur full hlaðin með nýju lífi. Og svo með tímanum eldumst við og verðum lúin og tökum við minna lífi í einu, þó að við sofum lengur þá erum við orðin svo slitin að það kemst ekki ein mikið nýtt líf í okkur. Svo endar með að við getum ekki tekið við lífi lengur og þá klárum við okkar líf og deyjum og förum í kassann með öllum hinum dauðu rafhlöðunum…
Vó ég er farinn að bulla einum of :/<br><br>Kveðja, Danni
<u><a href="
http://danni.is-a-geek.org“>Heimasíðan</a> | <a href=”mailto:klikkhausi@hotmail.com“>E-mail</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/danielr">CarDomain síðan</a> | Irc: DanniR </u