Getur einhver hérna frætt mig um það hvort til sé einhvers konar íslensk orðabók um heimspekileg hugtök, hvort sem hún er þá ensk-íslensk eða bara eitthvað annað?
Sæll. Því miður er engin slík orðabók til enn þá. Erlendur Jónsson mun vera að vinna að slíkri orðabók og hefur verið að því undanfarin ár. En hún er enn óútkomin. Ég veit að hún verður með alfræðilegu ívafi en ég veit ekki hvort það verður ensk-íslenskur orðalisti.
Þó má geta þess að nokkar uppástungur um hugtakaþýðingar eru aftast í bók Þorsteins Gylfasonar <i>Tilraun um manninn</i>.<br><br>____________________________________ <b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
Ég hef reyndar verið að spá í að smella mér á þessa bók sem þú nefnir, ekki það að ég hafi haft hugmynd um þýðingarnar. En fyrst við erum nú byrjaðir, þá yrði ég þér ævinlega þakklátur ef þú gætir bent mér á einhvern stað þar sem ég get séð einhverjar upplýsingar um þessar Heimskringlubækur… :)
Ég bara veit því miður ekki um neina síðu um Heimskringlubækurnar. En taktu eftir því að <i>Tilraun um manninn</i> er ekki gefin út hjá Heimskringlu (það er <i>Tilraun um heiminn</i>), heldur var hún gefin út hjá Almenna bókafélaginu (1970 ef ég man rétt).<br><br>____________________________________ <b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..