það vill svo skemmtilega til að á heimadæmablaðinu mínu er eftirfarandi dæmi:

í bænum Krummaskuði bera allir íbúar viðurnefni og eru annaðhvort nefndir þorparar eru heiðursmenn. Nú er það svo að allir heiðursmenn skrökva alltaf og alltaf segja þorparar satt.
Þegar ég hitti fjóra þorpsbúa á götu spurði ég hvort þeir væru þorparar eða heiðursmenn.
Sá fyrsti svaraði: “Við erum allir heiðursmenn”
Annar sagði: “Aðeins einn okkar er heiðursmaður”
Þriðji sagði “Nei, tveir okkar eru heiðursmenn”
Fjórði sagði: “Ég er þorpari”
Nú er ljóst að sá þorpsbúi sem segist vera þorpari getur verið hvort heldur sem er. Var fjórði þorpsbúinn þorpari? (er ekki með svar:)
<br><br>——————————————-
Happiness is a warm gun

Ég styð stærðfræði og raungreina áhugamál og málfræðiáhugamál !!