Spieluhr:
Ég er raunar á því að eitthvað geti aldrei orðið til úr engu.
En ég vil þó aðallega benda á þann möguleika að heimurinn hafi alltaf verið til.
En hugtakið “alltaf” er tíma-tengt hugtak, ekki satt? Þeas merking þess byggir á því að hugtakið tími hafi einhverja merkingu, ekki satt? En ef ekkert er til, er erfitt að sjá hvernig tíminn eigi að funkera. En þó er það fullkomlega gjaldgeng spurngin, að velta fyrir sér hvort tíminn þarfnist efnis til þess að vera möglega til.
Það sem ég er að segja, er að tíminn er hugsanlega lokaður innan í heiminum, veröldinni. Þannig að “áður” (sem er líka tíma-tengt hugtak) en heimurinn varð til, var etv enginn tími. Eða hvað?
Etv fúnkerar tíminn pínulítið eins og Skjaldbakan og Akkiles. Því nær sem við erum upphafi heimsins (og kannski upphafi tímans) því lengra er “andartakið”. Ég gæti talað um sekúndur, en hún er skilgreind með viðmiði við eðlisfræðileg fyrirbæri, sem gætu hagað sér á annan hátt, nær upphafi tímans. En ef það hjálpar að skilja þetta, þá er hægt að skipta sekúndu út fyrir “andartakið” (enda er hugtakið andartak fullkomlega ónákvæmt hugtak).
Þannig er ég að segja, að heimurinn hafi kannski alltaf verið til, jafnvel þó að fyrir einhverju mögulegu fyrirbæri öðru, utan við þennan heim, hafi heimurinn okkar orðið til og sé þannig eins og heimur innan í öðrum heimi. (Hver veit?! Ég veit það íþm ekki, og ég er ekki að ýja að einhverju guðlegu heldur. Ég er bara að fabulera um mögleika.) Ég er að leggja til að heimurinn sé svona lokað fyrirbæri, sem við erum fullkomlega lokuð innan í, og allt utan hans passar bara ekki í okkar ófullkomna heila, né nokkra aðra vitund sem gæti orðið til í þessum heimi. Á sama hátt og hringur er lokaður en samt endalaus, gæti heimurinn okkar verið lokaður og endalaus. En það þýðir samt ekki að hann sé EKKI takmarkaður, alveg eins og hringurinn er takmarkaður. Sem þýðir svo enn og aftur ekki endilega að við getum fundið þessi takmörk sjálf, vegna þess að við erum takmörkuð af þessum takmörkunum líka og ekki endilega víst að við getum þal fundið þessi takmörk veraldarinnar, né okkar eigin takmarkanir.
Þetta er kannski pínu flókið og líklega er hér engin svör að finna, en þetta er fínt efni í vangaveltur. ;)
Kv.
VeryMuch
<br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h