midgardur:
Taktu eftir að þegar ég tók dæmið af föður mínum þá bætti ég við orðunum “a.m.k. ef ég meina það sem ég segi bókstaflega”. Ég var raunar að spá í að bæta við athugasemd um einmitt þetta sem þú minnist á, þ.e. að maður geti meint “ég afneita föður mínum” en ég taldi óþarft að flækja málið með því.
Ég er ekki sammála þér um að það sé nánast sjálfgefið að (a) hjá þér gefi í skyn að viðkomandi hafi ávallt átt tvo bræður. Hún <i>getur</i> gert það, en það er síður en svo sjálfgefið. Af hverju ætti það annars að vera sjálfgefið? Ég er hins vegar sammála þér um að (b) gefi í skyn að bræðurnir séu þrír á lífi.
En taktu eftir að lausn þín er afar takmörkuð. Full tala systkina í þátíð gefur vissulega í skyn að eitt eða fleiri séu látin auk þess að gefa rétta upphaflega tölu. En upplýsingagildið er eigi að síður lítið í þess konar setningu. Viðmælandinn er engu nær um fjölda systkina á lífi, þ.e. hvað þau <i>eru</i> mörg; eru þau þrjú, fjögur, fimm eða sex? Engin leið að vita það.<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
___________________________________