Cid:
Þetta eru fínar pælingar. Mér finnst svona eins og það standi eitthvað merkilegt á bakvið þessar pælingar hjá þér. Þá meina ég mér sýnist vera mikil gerjun í huga þér, sem er ss orsök þessa þanka, mér sýnist hún vera af merkilegra taginu. Það er kannski að byggjast upp svona krítískur massi í huga þér? Ég veit ekki, er þetta er nokkuð advanced hugmynd svona, finnst mér. ;)
Þú mættir þó passa þig að tapa ekki eða slíta ekki samhengið þegar þú skrifar, fyrir okkur sem erum að reyna að skilja það sem þú ert að segja. Þar sem við vitum ekki hvað þú átt við í smáatriðum heldur þurfum að lesa það allt úr textanum, við höfum ekkert annað til að styðjast við. Nema etv að hafa dottið svipaðir hlutir í hug áður. ;)
“Raunveruleikinn er með líkum
samanlögð hugsun allra vera í tilverunni. Menn þróast, umhverfið þróast. Eftir því sem hugsanir okkar verða stærri og flóknari gerist það sama við
unhverfið.”
Þetta er soldið ruglingslegt, en mér skilst að þú sért aðsegja að við mennirnir og kannski allar lífverur á jörðinni fyrr og nú, hafi ss myndað eða mótað heiminn upphaflega sem hugmynd í huga sér, sem verður svo að raunveruleika, þar sem hugmyndin er framkvæmd. Er þetta rétt skilið?
Þannig að heimurinn spinnist ss fyrst í huga okkar (þá væntanlega helst okkar mannana þar sem við höfum haft einna mest áhrif eða völd til að breyta heiminum?) svo breytist heimurinn fyrir okkar vilja með framkvæmd okkar. ??
Ef þetta er það sem þú átt við, þá svipar þetta etv nokkuð til hugmynda Schopenhauers, eitt höfuð verk hans var “World as will.” (eða eitthvað á þá leið). Ss “Heimurinn sem vilji.”.
Má vera að þetta sé úr lausu lofti gripið.
En varðandi genagalla..
Þegar ég horfi á heiminn eða tilveruna úr hugarfylgsnum mínum, þykir mér einna best að afmá allar skilgreiningar, og horfa á heiminn eins og hann er. Án allra flokkana, eða skilgreininga. Þá er ekkert rétt eða rangt, ekkert heilbrigt eða óheilbrigt.
Þannig kemur maður oft auga á hluti sem áður fóru framhjá manni, þar sem maður er þeim svo samdauna.
Frá þessu sjónarhorni getum við horft á þróunina sem mismunandi sértekningar af þeim lögmálum sem virðast ríkja yfir náttúrunni. Þannig að ef náttúrulögmálin eru hvítt blað og blýantur, og við horfum á þróunina sem krot á pappír, þar sem allt er leyfilegt. Þá sjáum við rauveruleikann “best” með því að horfa á blý á pappír. Þeas með því að sjá engar myndir út úr því sem kemur á pappírinn. Raunveruleikinn, ómengaður af mannlegum hugsunum og mannlegum vörpunum hugmynda okkar á hann, er án allra mynda, eða forma. Myndirnar og formin, eru heili okkar að sjá tilgang og tól og tæki úr umhverfinu, sem orsakast væntanlega af því hvernig við þróuðumst í náttúrunni. Raunveruleikinn er án allra mynda og forma, það er okkar eigin hugi sem leitar að þessum hlutum, þar sem þeir eru gagnlegir.
Því er heilinn á okkur alveg eins galli í “kerfinu” eins og hann er það ekki. Málið er að það eru engin viðmið, nema þau sem við höfum í huga okkar. Þessi viðmið eru svo afsprengi þróunar okkar.
En svo ef við snúum okkur aftur að myndum og formum, sem heili okkar síar út úr öllu sem við skynjum, þá hvílir þetta þó á einhverju sem er mjög raunverulegt. En við getum sagt að raunveruleiki þessara hluta sé á öðru “leveli” en þess raunveruleika sem við vorum að kanna með því að neita að sjá myndir eða form (skilgreiningar) úr neinu. Raunveruleikinn sem við vorum að horfa á þegar við sáum heiminn eins og pappír og blýant, sem krotar bara og krotar, en við horfum framhjá því að við sjáum eitthvað út úr því. Sá raunveruleiki, er etv eitthvað sem við getum kallað raunveruleiki möguleika. Þeas allt er rétt allt er mögulegt, eða ekki, málið er að hafna öllum skilgreiningum á heiminum til að sjá hann betur í sínu hreinasta formi.
Hitt að sjá myndir og form, og hvernig við getum séð þessa hluti. Vil ég rekja til lögmála heimsins, gerð hans, og þal gerð heila okkar líka. Harður hlutur rispar mýkri hlut; Tvær kindur eru ekki það sama og ein kind; Bara það að mér finnst ég vera til, er í raun tilbúningur heila míns. Svona hlutir hvíla í raunveruleikanum, gerð hans, því að raunveruleikinn eða lögmál hans gerir ákveðna hluti nauðsynlega, suma hluti mögulega aðra ómögulega. Það er þessi raunveruleiki sem við nýtum okkur þegar við öflum okkur þekkingar, og sköpum okkur tæki og tól. NB til að framfylgja vilja okkar, eins og þú varst að tala um.
Þannig lítur heimurinn töluvert öðruvísi út, ef við værum ekki menn með mannlega heila. En heimurinn væri væntanlega ekki til ef engin vitund væri til að vera meðvituð um hann? (Trikkí spurning sko.) En við getum spurt okkur sjálfa hvort það sé til einhverjir aðrir heimar núna, sem enginn gæti mögulega orðið meðvitaður um. Spurning hvort þeir eru til, jafnvel þó þeir væru það í raun? (Tréið sem féll í skóginum kannski?) Nei ég segi raunveruleikinn er afsprengi okkar eigin meðvitundar. Nóg um það.
Kjarni málsins er að við getum öðlast dýpri skilning á heiminum með því að hafna öllum skilgreiningum, ýta þeim til hliðar. (En við getum auðvitað ekki hætt að skynja raunveruleikan með heila okkar, því mun skynjun okkar alltaf mótast af gerð heilans, og væri ómöguleg án hans, því getum við aldrei séð heiminn án þess að brengla hann eilítið líka.)
Hitt er að þessi “brenglun” sem heilinn framkallar, hvílir einnig á raunveruleika, eða lömálum raunveruleikans. Öll rökhugsun og væntanlega þar með skynsemi okkar hvílir á þessu. Við getum ekkert gert án þess að nota þessi “tæki” sem heilinn okkar skaffar. Þal eru þetta “gler” sem gera okkur kleift að sjá, en í leiðinni brengla þau heiminn.
Nú er bara spurning hvort ég hef gerst sekur um samhengisleysi eða það að skrifa eitthvað sem enginn annar getur náð að skilja nægilega vel. Er kunnátta eða kunnáttuleysi mitt með texta hindrun þess, að það sem ég er að reyna að miðla komist til skila, um leið og það er líka miðill og þal forsenda þessar miðlunar.
Jæja þetta er orðið allt of langt. Því segi ég stopp hér.
Kv.
VeryMuch
<br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h