“óendanleiki” er eitthvað sem ég myndi skilgreina sem eitthvað sem ég næ ekki að sjá fyrir endann á.
Þarafleiðandi er heimurinn óendanlegur og vel það.
Hvernig skilgreinir þú “óendanlegt”?
Og afhverju skilgreinir þú það þannig?
Ég las samt einusinni kenningu um það að stjörnuþokurnar séu á hraðferð frá okkur, og hraðinn stigvaxandi eftir fjarlægð þeirra frá okkur og útaf hraðanum sýnist þær minni.
Og þarmeð getur verið óendanlegur(í þeirri merkingu að eitthvað sé bókstaflega endalaust) fjöldi stjörnuþoka í endanlegu rými.
Ég veit ekki hvort þessi kenning standist, en hún var sett fram af Isac Asimov (minnir mig að hann hafi heitið) í bók sem hann nefni The Universe og var gefin út einhverntíman á árunum 1975-1980.
Man það ekki alveg sökum þess hve langt er síðan ég las bókina.
En þetta er allavega skemmtileg pæling: “óendanlega stór í óendanlega litlu rými”.
Ef við lítum á stærð alheimsins sem 10 (í einhverri svakalega grófri mælieiningu) og smæð rými þess sem hann er í sem 1 þá sé ég þetta ekki ganga upp, samt spurning hvort það breytist eitthvað þegar tölurnar eru *óendanlega* litlar og stórar?
Kv. Duff :)<br><br>———————————-
<i>The Sun Has Come To Say Goodbye,
Can You Hear Her Voice ?
Can You Hear Her Cry ?
Falling Into Her Chalice Of Sea,
Awaiting For The Darkness To Set Her Free</i> …
———————————-