Ótilfinningaleg sorg…
Er það möguleiki?
Meðvituð sorg sem stafar af ýktri sjálfsmeðvitund og eiginlega fyrirfram ákveðin af þinni hálfu. Að vera svo sorgmæddur að maður getur ekki fundið til???
Sjálfsmorðs stigið…
Sá staður í sinni tilveru þar sem maður heldur fullri rökhugsun og getur krufið líf sitt sem það ógeðslega, vanskapaða og misheppnaða lík sem það er. Engar tilfinningar sem eru fyrir , engin reiði til að blinda eða sjálfsvorkunn til að aftra manni. Að vera til en að finna ekki til. Engin samúð með aðstandendum sínum, því fólki sem elskar þig, sem þurfa svo að syrgja þig og sitja í súpunni sem þú matreiddir svo illa. Tilgangsleysið grípur mann í myrkrinu, en ég er ekki lengur hræddur við myrkrið því ég finn ekki til. Á þessari gullöld þar sem okkur hefur tekist að afsanna allt heilagt og lítum niður á trúr og málstaði sem eru mikilvægari en líf eins manns öfundar maður einfeldinga og geðveika sem bara vita ekki betur. Búið ykkur undir sorg af því að takmörkunum er náð og við unnum…
eða hvað?