Þessi handklæði eru í grófum dráttum bara sniðugar tilvitnanir í fleyg orð heimspekinga.
En hvers vegna heitir kubburinn þá þessu undarlega nafni? Ástæðan fyrir því að kubburinn heitir “Mig vantar handklæði” er þessi: Arkímedes, stærðfræðingurinn snjalli, gerði eitt sinn merka uppgötvun þegar hann var í baði. Hljóp hann þá út og hrópaði “Eureka!” sem er umritun núliðinnar tíðar forngrísku sagnarinnar “hevriskó” (eiginlega ætti það að vera “Hevreka!”) og þýðir í grófum dráttum “Ég hef fundið lausnina” eða “Ég hef uppgötvað það” eða eitthvað slíkt (eftir samhengi). Þetta er stundum haft eftir honum þegar menn þykjast hafa fundið eitthvað snjallt, fundið lausnina á einhverju og þess háttar nokkuð, og þess vegna hefði verið við hæfi að nefna kubbinn “Eureka”. En Arkímedesi varð svo mikið um þegar hann fann lausnina á sínum vanda að hann tók ekki eftir því að hann hafði ekki tekið með sér handklæði heldur hljóp hann um göturnar nakinn. Í einni af bókum Terrys Pratchett mun vera gert góðlátlegt gys að þessu og er “Eureka” þar látið þýða “Mig vantar handklæði”. Þess vegna var þessi kubbur upphaflega látinn heita “Mig vantar handklæði” og hefur því einfaldlega ekki verið breytt. Hér er sem sagt sagt “Mig vantar handklæði” þegar menn gera merkar uppgötvanir :)<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
___________________________________