Þeir sem stundað hafa nám í heimspeki veljast í ýmis störf svo sem kennslu, ritstjórnir, ritstörf og þýðingar, útgáfumál af ýmsu tagi, blaðamennsku, fréttamennsku, fyrirtækjastjórnun, stjórnmál og fleira.
Þannig eru nokkrir heimspekingar hér á landi framhaldsskólakennarar, aðrir eru blaðamenn hjá Morgunblaðinu eða öðrum blöðum, einn sér um <a href="
http://haskolautgafan.hi.is/“>Háskólaútgáfuna</a>, annar er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, margir hafa verið ritstjórar hjá <a href=”
http://www.hib.is“>Hinu íslenzka bókmenntafélagi</a>, sumir hafa þá ritstýrt <a href=”
http://www.hib.is/skirnir/index.html“>Skírni</a> en aðrir <a href=”
http://www.hib.is/laerdomsrit/index.html“>Lærdómsritunum</a> og svona mætti lengi telja.
En þetta eru þau störf sem heimspekingar veljast oft í. Kannski setur áhugasvið þeirra sem velja að mennta sig í heimspeki mark sitt á þessa upptalningu. Þeir veljast kannski oftast í þessi störf af því þeir hafa einfaldlega oftar áhuga á þessum sviðum. En þegar spurt er hvað menn <i>geta</i> starfað við sem lært hafa heimspeki er svarið kannski mun einfaldara: Flest allt.
Nýbakaður seðlabankastjóri, Jón Sigurðsson, hefur t.d. háskólagráðu í sagnfræði (ásamt öðrum gráðum reyndar). Kannski er einmitt algengara hjá því heimspekimenntaða fólki sem vill starfa á tilteknum sviðum, það lærir heimspeki ásamt einhverju öðru en heimspekinni er jú afar auðvelt að blanda saman við nánast hvað sem er; úr því verður oft frábær kokteill.
Allt háskólanám gengur að verulegu leyti út á að temja sér ákveðin vinnubrögð. Það er ekkert sem segir að málvísindamaður sem ekki vinnur beinlínis við sín fræði sé hæfari til þess að vinna einhverja vinnu en t.d. heimspekingur eða sagnfræðingur. Eða að lögfræðingur eða viðskiptafræðingur sé hæfari til þess að stjórna fyrirtæki en heimspekingur eða sálfræðingur. Hvað getur t.d. sagnfræðingur unnið við annað en að kenna sögu eða stunda rannsóknir í sagnfræði? Af hverju ætti sendiherra frekar að vera lögfræðingur en t.d. sagnfræðingur eða sálfræðingur? Svona er hægt að spyrja um næstum því hvaða námsgrein sem er. Hvað getur sálfræðingur gert sem ekki vinnur sem slíkur? Hvað getur lyfjafræðingur gert annað en að vinna sem lyfjafræðingur? Hvað getur uppeldisfræðingur gert annað en að kenna og rannsaka uppeldisfræði? Hvað getur læknir gert sem ekki vinnur sem læknir? Hvað getur íslenskufræðingur gert annað en að kenna íslensku? Hvað getur mannfræðingur gert annað en að stunda rannsóknir í mannfræði?
Staðreyndin er sú að menntun þessa fólks nýtist því í ótrúlegustu störfum öðrum en þeim sem tengist þeirra fræðasviði. Íslendingar eiga svolítið erfitt með að sjá þetta oft enda haldnir fagmenntunaráráttu: ”Fáirðu ekki lögverndað starfsheiti að námi loknu þá geturðu ekki gert neitt". Við erum líka að mörgu leyti óþroskuð þjóð. En fólk með afar margbreytilega menntun vinnur hin ýmsustu störf úti um allan heim og líka á Íslandi í auknum mæli, og þessi margbreytilega menntun nýtist fólkinu sjálfu og vinnuveitandanum með ýmsum og stundum óvæntum hætti.<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</