Ætli það megi ekki best skilgreina það sem er fallegt með tilfinningunni sem það hið sama vekur hjá okkur?
Það kemur alltaf þessi tilfinning þegar við sjáum eitthvað sem okkur finnst fallegt, þótt að öðrum finnist það kannski viðbjóðslegt og illa lyktandi, þá getum við ekki varist henni.
Sú tilfinning er það sem ég kalla fegurð…
Þá vaknar önnur pæling: Hvað ræður því hvað hverjum og einum finnst fallegt?
-Veraldlegar aðstæður? … Manni, sem hefur verið á reki út á hafi í marga daga án matar, fyndist líklega kjötbolla það fallegasta sem hann hefur augum litið er hann kæmi auga á hana, jafnvel þótt honum hafi þótt þær vera forljótt fyrirbrygði örfáum dögum áður.
-Utanaðkomandi áhrif? … Samfélagið mótar einstaklinginn er oft sagt. Á árum áður voru konurnar fallegastar ef þær voru mjög ýturvaxnar, en nú má varla vera svo mikið sem ein einasta kaloría utan á þeim greyjunum.
-Notagildi? … Það er sagt að fegurðin í notagildinu sé horfin, en ég held að það sé rangt, samfélagið segir til um hvað “öllum” finnst fallegt, og ef við erum ósammála þeirri fegurð, eða tísku, sem ríkir í samfélaginu í dag er horft á okkur undarlegum augum… T.d. “ljótur” bíll sem okkur persónulega finnst fallegur … Um leið og samfélagið eygir okkur á “ljóta” bílnum fáum við slæma tilfinningu og notagildi bílsins fær stóran mínus, þ.e.a.s. þrátt fyrir að hann komi okkur frá A til B, þá gæti hann valdið slæmu “1st. impression” við fólk sem við viljum kanski kynnast síðar meir (þetta var eina dæmið sem mér datt í hug, sorrý).
Jæja, ég er orðinn þreyttur í fingrunum og ætla að draga mig í hlé, vonandi er þetta nógu langt og strangt svar handa þér, peacock. :)<br><br>“Life is a deadly meaningless sexually-transmitted desease”
<a href="
http://www.this.is/alliat/">NÝJA SÍÐAN MÍN!</a