Hmm… það fer eftir því hvers konar inngang þú kýst. Hér eru nokkrar mjög ólíkar bækur um heimspeki á íslensku:
<i>Veröld Soffíu</i> eftir Jostein Gaarder er alltaf vinsæl hjá þeim sem eru að byrja. Bókin er í senn saga um stúlkuna Soffíu og saga heimspekinnar. En hægt er að lesa aðeins söguna um Soffíu eða aðeins heimspekina.
<i>Stefnur & straumar í siðfræði</i> eftir James Rachels (Jón Á. Kalmansson þýð.) er prýðilegur inngangur að siðfræði, mjög skýr og skilmerkileg umfjöllun.
<i>Heimspekisaga</i> eftir Gunnar Skirbekk og Nils Gilje (Stefán Hjörleifsson þýð.) er sæmilega gott yfirlit yfir sögu heimspekinnar. Bókin er nokkuð stór enda er sagan orðin löng en Skirbekk og Gilje eru þó ekkert að drukkna í smáatriðum. Það ættu allir að geta lesið og skilið þessa bók.
<i>Afarkostir</i> eftir Atla Harðarson er safn stuttra greina (2-5 bls. hver) um ýmis efni í frumspeki og þekkingarfræði.
Það má vera að þú viljir hins vegar demba þér strax í sígild heimspekiverk í stað þess að lesa sögubækur. Sum þeirra eru hins vegar nokkuð þung og það er kannski ekki gott að byrja á þeim þyngstu. Ég mæli með að þú byrjir á eftirfarandi bókum:
<i>Menon</i> eftir Platon
<i>Frumspekin I</i> eftir Aristóteles
<i>Orðræða um aðferð</i> eftir René Descartes
<i>Ritgerð um ríkisvald</i> eftir John Locke
<i>Samræður um trúarbrögðin</i> eftir David Hume
<i>Frelsið</i> eftir John Stuart Mill
<i>Ógöngur</i> eftir Gilbert Ryle
Aðeins þyngri eru:
<i>Ríkið</i> eftir Platon
<i>Hugleiðingar um frumspeki</i> eftir René Descartes
<i>Rannsókn á skilningsgáfunni</i> eftir David Hume
<i>Nytjastefnan</i> eftir John Stuart Mill
<i>Bláa bókin</i> eftir Ludwig Wittgenstein
…svo fáeinar séu nefndar. Þessar bækur hafa allar komið út hjá <a href="
http://www.hib.is/valmynd.html“>Hinu íslenzka bókmenntafélagi</a> í ritröðinni <a href=”
http://www.hib.is/laerdomsrit/index.html">Lærdómsrit Hins íslenzka bókmenntafélags</a>.
Svo mætti auðvitað taka saman annan eins lista fyrir þá sem vilja ekkert endilega lesa bækur á íslensku.<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</