Að sjálfsögðu ekki!
En talnaspekingar hafa gert það í gegnum tíðina.
Stór hluti talnaspeki er byggð á tölunni 666, sem er summa allra
rómversku tölustafanna utan M = 1000. DCLXVI = 666. Nefnd
tala skrímslisins, “the number of the beast”.
Svo er 666 dáldið skemmtileg:
Summa ferningar fyrstu 7 frumtalnanna jafngilda 666,
2^2 + 3^2 + 5^2 + 7^2 + 11^2 + 13^2 + 17^2 = 666.
Summa fyrstu 36 = 6*6 talnanna, sem er fjöldi talna á
rúlettuhjóli, 1 + 2 + 3 + … + 36 = 666.
Summa fyrstu 144 (sem er (6+6)^2) tölustafir pi jafngilda einnig
666.
Svo má nefna alls konar skemmtilega vitleysu sem talnaspekingar
hafa fundið út gegnum tíðina.
Talan 216 er hins vegar komin til vegna þess að margfeldi
tölustafa 666, 6*6*6 = 216.
6 er líka “fullkomin tala”, sem þýðir að þættir hennar, 1+2+3 = 6,
jafngilda tölunni sjálfri.
Þú getur haldið áfram ef þú vilt!
(6+6+6)*(6+6) = 216
2*2*2*2*3*3*3 = 2^4*3^3 = 216
Það gæti verið meira á bakvið, ég þekki þetta ekki, en talnaspeki
er ekkert til að taka alvarlega, þótt hún sé óneitanlega
pínulítið áhugaverð.
http://mathworld.wolfram.com/BeastNumber.html<br><br>
“Hvað varð um bláu nóturnar?”