Til hvers?
Það deyja allir að lokum. Það er staðreynd. Það er að vísu hægt að skilgreina dauðann á mismunandi hátt en allavegana endar þetta líf sem við erum að lifa einhverntímann og þá erum við dáin. Til hvers erum við þá að mennta okkur? Til að fá góða vinnu. En til hvers að fá góða vinnu? Til að lifa góðu lífi og ná langt í lífinu. En til hvers að ná langt í lífinu??? Til að fá flottar minningargreinar og veglega jarðarför þegar að maður drepst?