Það er mjög mismunandi og fer t.d. eftir því hvaða kennari kennir hvaða námskeið en kennararnir skiptast svolítið á að kenna námskeiðin.
Á fyrsta misseri taka nemendur yfirleitt námskeiðin Inngangur að heimspeki, Fornaldarheimspeki, Inngangur að rökfræði I og “fíluna” (Heimspekileg forsjallsvísindi). Í rökfræðinni er yfirleitt stuðst við kennslubók eftir Erlend Jónsson sem heitir <a href="
http://www.boksala.is/cgi-bin/boksala.storefront/3f02e30b04ec3b3a273fc104d088061c/Export/products/0000001005608“>Frumhugtök rökfræðinnar</a>. Í Fornaldarheimspeki er reynt að lesa sem mest af frumtexta en einhverjum fræðigreinum er bætt við. Í fyrri hluta námskeiðisins er nánast alltaf stuðst við bækurnar <a href=”
http://www.boksala.is/cgi-bin/boksala.storefront/3f02e30b04ec3b3a273fc104d088061c/Export/products/9780879751159“>Worlds of the Early Greek Philosophers</a> e. Wilbur og Allen, og <a href=”
http://www.boksala.is/cgi-bin/boksala.storefront/3f02e30b04ec3b3a273fc104d088061c/Export/products/9780415040259“>The Greek Philosophers</a> e. W.K.C. Guthrie. En í síðari hluta námskeiðisins eru Platon og Aristóteles lesnir og þá er mælt með að nemendur útvegi sér tiltekin söfn verka þeirra eins og <a href=”
http://www.boksala.is/cgi-bin/boksala.storefront/3f02e30b04ec3b3a273fc104d088061c/Export/products/9780691097183“>The Collected Dialogues of Plato</a>, eða <a href=”
http://www.boksala.is/cgi-bin/boksala.storefront/3f02e30b04ec3b3a273fc104d088061c/Export/products/9780872203495“>Plato: Complete Works</a> og <a href=”
http://www.boksala.is/cgi-bin/boksala.storefront/3f02e30b04ec3b3a273fc104d088061c/Export/products/9780375757990“>Basic Works of Aristotle</a>, en einstök verk eru til í íslenskum þýðingum og það er auðvitað í góðu lagi að lesa þær.
Námsefnið í Inngangi að heimspeki og ”fílunni“ er miklu breytilegra. Oft eru lesin m.a. einhver verk eftir Platon, Descartes, John Stuart Mill eða Friedrich Nietzsche sem til eru í íslenskum þýðingum (<a href=”
http://www.hib.is/laerdomsrit/index.html“>lærdómsrit</a> <a href=”
http://www.hib.is/">Hins íslenzka bókmennafélags</a>)<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</