Ég var að velta því fyrir mér hvað heimspeki væri í ykkar hugum. Sjálfum finnst mér heimspeki aðeins vera pælingar í hlutum og vangaveltu um ýmislegt í lífinu en ekki endilega alvörugefnar hugsanir um einhverja djúpa speki og lærdómur um vel gefna menn. Eflaust er það vegna þess að ég hef lítið sem ekkert lært um heimspeki en það er bara minn höfuðverkur. Þess vegna spyr ég ykkur: Hvað er heimspeki?

Cronus