Breski heimspekingurinn Bernard Arthur Owen Williams er látinn, 73 ára að aldri. Williams var fæddur í september 1929 en hann lést 10. júní síðastliðinn. Hann kenndi heimspeki við háskóla meðal annars í Cambridge, Oxford og Berkeley.

Bernard Williams var án efa einn merkari heimspekingur Breta á síðari hluta 20. aldar. Williams fékkst einkum við heimspekilega sálarfræði og siðfræði en þar hefur hann ráðist bæði gegn kantískri siðfræði og nytjastefnu. Eftir hann liggja meðal annars ritin <i>Problems Of The Self</i> (1973), <i>Moral Luck</i> (1981), <i>Ethics And The Limits Of Philosophy</i> (1985) og <i>Truth And Truthfulness</i> (2002).<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
___________________________________