Tannbursti,
Ég er ekki að mótmæla þér, bara að bæta smá hugleiðingu við…
Það bjóða örugglega flestar spurningar upp á heimspekilega umfjöllun, en það er ekki þar með sagt að öll svör sem venjulega eru veitt séu heimspeki. Stundum má ráða af aðstæðum hvers konar svar spyrjandi fer fram á. Ef hann er ekki að biðja um heimspekilegt svar, þá má segja að spurningin sé ekki heimspekileg (a.m.k. ekki í því samhengi).
Hér má t.d. spyrja hvað átt sé við með <i>hvers vegna</i>? Hvað er á endanum <i>orsök</i> þess að límið festist ekki við túpuna? Hvað er orsök yfirleitt? Hvenær hefur hún verið útskýrð endanlega (það eru til margar tegundir (vísindalegra) útskýringa, hver þeirra er við hæfi hér) o.s.frv. Svörin við þessum spurningum gætu öll saman verið hluti af endanlegu svari við spurningunni. En ef spyrjandi vill bara fá “vísindalega” svarið, að það stafi af súrefnisskorti, þá er spurningin a.m.k. ekki spurð <i>sem</i> heimspekileg spurning.
Við getum á sama hátt ímyndað okkur að spurning sem er oft spurð heimspekilega eins og “Hvað er rétt og hvað er rangt?” sé einmitt ekki spurð heimspekilega. Kannski vill spyrjandi fá að vita hvað lögin leyfa og hvað lögin banna, en ekki fá heimspekilega kenningu um eðli réttrar og rangar breytni. Aftur á móti gæti hann einmitt viljað fá slíkt svar (hvort sem við föllumst nú á að einhver slík kenning gangi á endanum upp eða ekki; það er aukaatriði).
En punkturinn eftir þetta allt saman er þá bara sá að það er hæpið að spurning <i>sé</i> eða <i>sé ekki</i> heimspekileg. Ég held að flestar ef ekki allar spurningar <i>megi</i> taka bæði heimspekilegum tökum og annars konar tökum, hvort sem annars konar svar liggur þá þegar fyrir og við vitum af því eða ekki.<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
___________________________________