Það hefur auðvitað enginn sagt að spurningarnar eða svörin við þeim <i>væru</i> heimspeki, heldur eru þau <i>um</i> heimspeki og/eða heimspekinga. En að sama skapi hefur enginn sagt að á áhugamálinu yrði allt sem skrifað væri að <i>vera heimspeki</i>. Hér má líka ræða <i>um</i> heimspeki og/eða heimspekinga. En það væri óneitanlega gaman ef eitt gæti leitt til annars.
Það hefur heldur enginn sagt að svörin við “heimspekilegu” spurningunum t.d. “hvað er dygð”, “hvað er hamingja” væru rétt eða röng, heldur að <i>besta</i> svarið yrði valið (af umsjónarmönnum leiksins). Það kemur reyndar nokkuð skýrt fram, held ég. Í því vali er auðvitað ekki farið eftir skoðunum dómnefndar á efninu sjálfu, heldur er farið eftir efnistökum, rökstuðningi o.s.frv., sem sagt, hversu <i>gott</i> svarið er en ekki hvort dómnefndin sé sammála því.<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
___________________________________