Þetta hjálpar þér að tengja saman atburðina
a) að drekka te úr bolla og
b) að borða tebollu.
Augljóslega er þetta oft stundað saman, þeas tebollur eru innbyrðar
með tei úr tebollum. Tengingin er enn ljósari þegar “tebolli”
er settur í fleirtölu, þágufall og “tebolla” líka, því þá sést að
þetta er eitt og sama orðið!
En í framburði heyrist munurinn greinilega. Þetta er vegna þess að
stundum er aðgreining nauðsynleg. Þeas, það getur stundum verið
nauðsynlegt að drekka te án þess að borða tebollu (eða öfugt).
Slíkar aðstæður geta til dæmis myndast þegar bakaríið er lokað.
<br><br>“Nature is definition”