Hver er draumurinn þinn?
Að verða ríkur?
Vera vinsæl/ll?
Frægur?
Vita allt?
Vera ástfangin?
Að fá, eiga og geta?
Þá spyr ég, hvenær færðu, áttu og geturðu nóg?
Og hvað ef lífið þitt er draumur einhvers annars?
Er þá, ekki spurning að staldra aðeins við og muna hvað við höfum, getum og eigum? Finna jákvæðu hlutina í lífinu okkar og vinna með þá? Stefna á eitthvað raunhæft og vera stoltu af því sem maður hefur afrekað og eignast? Að hætta allri græðgi, öfundsýki, hatri og slökkva á hefndarþorstanum? Er hamingjan fólgin í því?