Krissi:
Það er soldið til í þessu hjá þér.
Lýðræði byggir á meirihlutanum, sem er meðal jóninn.
Hann er meðalgreindur, meðalmenntaður, meðal allt meðal hitt. Það má kalla þetta einföldun en svona er þetta í grófum dráttum.
Þannig er ekki svo ýkja fjarri lagi að draga þá ályktun að ákvaranirnar séu einnig “meðal” ákvarðanir eins og þeir sem taka þær.
Sem þýðir að bestu ákvarðanirnar eru ekki endilega teknar, mun fremur þær vinsælustu. Þetta er svona topp 10 kerfi, eða “PottÞétt” val, ef þú veist hvað ég er að vísa í. ;)
En þetta þýðir líka að verstu kostirnir eru líka síður valdir, sem er ágætt. Lýðræði er einnig tiltöluglega friðsamleg aðferð til að skipta um stjórnendur, miðað við þær blóðsúthellingar sem tíðkast í ýmsum byltingum fortíðarinnar, og það er líka ágætt. ;)
En já, það má ss styðja það rökum að lýðræði sé meðalmennskan holdi klædd. Og hana nú!
Kv.
VeryMuch
<br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h