Ég trúi, það trúa allir, enginn er trúlaus, ef þú trúir ekki á Guð, búdda, allah eða hvað allir þessir heita þá trúiru á eitthvað annað, eigin vilja, peninga eða eitthvað annað.
Ég er kristinn maður, afhverju trúi ég? mjög stór spurning og ef ég pæli í henni þá eru svo margir þættir sem spila inn í hana, suma get ég nefnt, sumir eru bara ólýsanlegir. ég trúi á Guð, ég lifi í þeirri von að ég muni fá að hitta hann þegar ég dey, ég lifi líka í þeirri trú að lang amma mín og frændi séu hjá honum núna. Ég hef lent í erfiðleikum og þá hef ég beðið til Guðs og hann hefur hjálpað mér í gegnum erfiðleikana. Það er ótrúlega gott að vita af “pabba” alltaf þarna til staðar fyrir mann.
Hefur komið eitthvað gott af því að fólk trúi? já og nei. Ég er kristinn maður en samt er ég alfarið á móti þessum krossferðum sem voru farnar, fólk er oft að segja við mann, en hvað með þessar krossferðir, voru þær ekki ókristilegar? jú mér fannst þær það, en hvað á ég að gera, hoppa aftur í tíman til að breyta þessu? ég trúi ekki að stríð leysi neinn vanda, skiptir engu máli hvernig fólk reyni rað réttlæta það. Trúin sameinar fólk, kristni reynir að kenna manni að elska náungan eins og sjálfan þig og að þú eigir að koma fram við hann eins og þú viljir að hann komi fram við þig, ef maður spáir í þessu, hvað ef allir næðu að fara eftir þessu? væri þá ekki heimurinn fullkominn? ég reyni af fremsta megni að fylgja þessu en ég er bara mennskur og mun aldrei ná þessu, en ég reyni
vona að þetta hafi ekki allt bara verið einhver grautur sem ég var að skrifa…..
kv.<br><br>Raith
{ <a href="
http://pb.pentagon.ms/raith“>Homepage</a> }{ <a href=”mailto:gdk@2die4.com“>e-mail</a> }{ <a href=”
http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan">Skilaboð</a> }
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>War for peace is like fucking for virginity</i><br><h