Og svo er það náttúran. Mennirnir hafa greinilega þessa þörf, þessa geðsjúku löngun í vald, því við erum farnir að taka við af náttúrunni í einhverskonar guða leik. T.d. langar mig rosalega til að vita hvaða snillingi datt í hug að bæta við raka í skýin svo að komi rigning. Fljúga bara upp og sulla smá bleitu á skýin, einfallt er það ekki. En afhverju, halda þeir að náttúran sé biluð, búin að gleima hvernig á að búa til rigningu. Ef þetta heldur svona áfram munum við í náinni framtíð kveikja og slökkva á sólinni að vild. En við meigum ekki gleima viðbrögðum náttúrunnar. Hún skapaði okkur í upphafi og ætti að geta eytt okkur jafn auðveldlega, en eins og sannir hálfvitar hugsum við ekki lengra en nefið á okkur. Náttúran mun alltaf aðlaga sig að breytingum okkar og þróun þangað til við förum yfir þessa viðkvæmu línu, þessi landamæri sem aðskilja valdasvæði okkar og valdasvæði náttúrunnar. Við erum eins og lítil mús sem nartar í tær risans og einhvern tíman þegar þessi litla mús nartar sig í gegnum þessa viðkvæmu línu mun risinn einfaldlega losasig við vandamálið eins og hann er búinn að losa sig við öll önnur vandamál…
<br><br>
Verulegar Truflanir á Heilastarfi……
Verulegar Truflanir á Heilastarfi……