Ok, ég viðurkenni að ég las sumt ekki alveg nógu vel yfir,
takk fyrir að minna mig á það. En það eru samt nokkur lykilatriði sem ég er ekki sammála þér um.
1) Í fyrsta lagi eru samasemmerki mjög stór hluti af stærðfræði, og reyndar einnig rökfræði, sem er það sem stærðfræði byggir á. Að nota samasemmerki “rétt” gegnir
lykilatriði í stærðfræði. En þetta var útúrdúr.
Þú minntist á að við gætum notað tímann í meiri vinnu og meiri
iðnað. Ég skil ekki hvernig það getur gagnast okkur þegar við
nú þegar notum ekki allt það vinnuafl sem er fyrir hendi.
3) Það eitt að fleira fært fólk sé til þýðir ekki að það verði
til fleiri störf fyrir það.
Það sem mér sýndist þú vera að leggja til væri að stærri hluti
menntunar færi í starfsþjálfum, því margt af því sem við værum
að læra væri óþarfi. Ég misskildi þig í hversu langt þú værir
að ganga, svo miskilningurinn byggðist eiungis á stigsmun.
En mér finnst samt óþarfi að meiri tími fari í starfsþjálfun.
Og að gera menntun sérhæfðari er ekki, að mínu mati, góð
hugmynd. Ef menntun ætti að stefna að einu markmiði EINS OG
þú segir í 4)
a) hvaða markmið ætti það að vera?
b) hvenær ætti að velja það?
Það sem mér sýnist hljótast af þessu er meiri sérhæfing og
færri möguleikar fyrir einstaklinginn. Aðeins nær maurabúinu.
6) Og ég er að segja að við höfum enga þörf á meiri framleiðslu, og jafnvel ekkert gagn að henni. Hún er, sem
stendur, eitt það minnsta vandamál sem veröldin þarf að glíma
við.
7) Þarna ertu með góðan punkt. En það er samt betra að vera
ekki OF sérhæfður á þessu stigi, því maður vill hafa val þegar
maður fer í háskóla. Sem gengur ekki ef öll menntunin að þeim
punkti hefur verið miðuð að einu markmiði (skv 4)).
Það sem mér finnst að ætti að gera væri að kenna hraðar, sömu hlutina, en á styttri tíma. Sérhæfing og “meiri iðnaður”
leysir engan vanda, því af þessu höfum við feykinóg.
8) það er ekki góð rökræðutækni að gefa í skyn að hinn aðilinn
sé vitlaus.
En ég vil samt þakka fyrir leiðréttingarnar og ég býst við að
þú haldir þeim áfram. Síst af öllu vil ég misskilja þig.
<br><br>“Nature is definition”