Nú hef ég stundað nám í heimspeki við Háskólann og hef tekið próf þar og hef líka skoðað vandlega gömul próf, farið yfir próf, meira að segja samið próf, og ég þori að fullyrða að fyrri spurningin þín, “Er þetta spurning?” hefur aldrei komið <i>í þessu formi</i> á próf í háskólanum. En málið er samt ekki svona einfalt. Það hefur vissulega verið spurt hvað spurning er á prófi, en bara ekki svona. Heldur var þessi sígilda spurning í þekkingarfræðinni í mörgum liðum, t.d.: Hvað er a) þekking, b) skoðun, c) að vita, d) að kunna, e) spurning …o.s.frv. Og þessi spurning með öllum sínum liðum hefur aldrei verið meira en helmingur eða kannski þriðjungur af prófi sem gildir 50%. En ég held að það sé alveg víst að það hefur aldrei verið próf með einni svona spurningu: “Hvað er spurning?” Og það er líka goðsögn að einhver hafi fengið tíu fyrir að svara “Ef þetta er spurning þá er þetta svar!”.
Varðandi tréð í skóginum er kannski fróðlegt fyrir þig að lesa <a href="
http://visindavefur.hi.is/?id=300“>þetta</a> svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur, heimspekings, á vísindavefnum. En taktu eftir að spurningin sem hún er að svara er pínulítið öðruvísi orðuð.
Annars hafa gárungar breytt þessari spurningu á ýmsa lund. Ein útgáfa hennar er svona: ”If a stealth bomber crashes in a forest, will it make a sound?" :)<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</