Gthth:
Jújú ég meinti einmitt það, að bæði rökfræði og hagfræði ættu það sameiginlegt, að hafa sprottið úr heimspeki.
Auk þess tel ég rökfræði ekki nauðsynlega þurfa að flokkast innan heimspekinnar, hún ætti í raun að standa sjálfstætt, eins og td hagfræði, enda víðáttu mikil grein og verð sérstakrar einskorðaðrar prívat athygli.
Það er óskhyggja heimspekinga að rökfræðin sé nauðsynlega staðsett innan heimspekinnar, þar sem hún er eitt af því fáa (ef ekki það eina) sem getur þjónað heimspekinni sem grundvöllur til byggingar hugmynda. En það gerir rökfræðina alls ekki sérgrein heimspekinnar, fremur en stærðfræði. Ég er heldur ekki að leggja til að rökfræði fari undir vermdarvæng stærðfræðinnar. Ég tel rökfræði ætti að standa ein og stök með stolti og styrk sem hún hefur sannarlega í ómældu.
Ég hef verið að endurskoða hugmyndir mínar um heimspeki.
Eðli heimspekinnar, eins og ég kemst næst því, er í raun viðleitni. Um leið og heimspekin er orðin að ferli sem skilar afurð erum við að tala um e-ð annað en heimspeki. Þegar greinar heimspekinnar verða ferli og fara aðskila afurðum, ef svo mætti að orði komast, þá öðlast þessar greinar sjálfstætt líf. Svo sem hagfræðin, félagsfræðin og svo áfram. Þá er hlutverk heimspekinnar ekki lengur hið sama, viðleitnin hefur vikið fyrir fastmótuðum nálgunum til niðurstöðu.
Þannig er það eðli heimspekinnar að mínu mati, að fálma, en um leið og heimspekin finnur, tapar hún því sem hún fann, og það sem hún fann öðlast líf, fæðist til sjálfstæðrar tilveru.
Heimspekin er því frjósöm viðleitni hugans, en án fastmótaðra ferla, þar sem hún er kannandi, óbundin ss frjáls í eðli sínu. Þetta er mikilvægt að gera sér grein fyrir; en þessi hugmynd er því miður ekki sérlega vakandi í hugum heimspekinga svona sem einfaldaðs hóps. Þeir, þykir mér, dreymir marga um ferli, aðferð, fræði sem þeir geta bent á og sagt “Þetta þarna, já einmitt þetta, kann ég.” En slíkt tel ég einmitt vera lúxus sem heimspekingum stendur ekki til boða, þe í ástundun þeirra á heimspeki.
En þetta er nóg í bili og etv fyrir löngu, og eflaust skautað um víðan völl af óþörfu. ;)
Kv.
VeryMuch
<br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h