Ég er að velta fyrir mér könnuninni sem nú er uppi hér á áhugamálinu, um íslensku sem heimspekimál. Flestir segja að íslenskan sé hvorki betri né verri en önnur mál, sumir segjast ekki vita hvort íslenskan sé betri eða verri, en svo eru aðrir sem segja að íslenskan sé betri og aðrir sem segja að hún sé verri en önnur mál til að fást við heimspeki.

Mig langar þá að vita nákvæmlega hvernig íslenskan er betri eða verri en önnur mál. Í hverju ætti forskot hennar að liggja, og á hvaða hátt ætti hún að vera eftirbátur annarra mála? Það gæti verið fróðlegt að fá þau sjónarmið fram.<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
___________________________________