Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að íslenski heimspekingurinn Páll S. Árdal sé látinn 78 ára að aldri.

Páll varði doktorsritgerð um heimspeki Davids Hume við Edinburgarháskóla í Skotlandi árið 1961, en lengst af var hann prófessor í heimspeki við Queen's University of Kingston í Kanada. Hann var einnig heiðursdoktor við Háskóla Íslands.

Páll var einn helsti Hume-fræðingur 20. aldar. Helstu rit hans eru <i>Passion and Value in Hume's Treatise</i> sem fyrst kom út árið 1966, <a href="http://www.mmedia.is/~baekur/jpeg/sidferdi_og.jpg“><i>Siðferði og mannlegt eðli</i></a> sem <a href=”http://www.hib.is">Hið íslenzka bókmenntafélag</a> gaf út 1982 og greinasafnið <i>Promises and Punishment</i> sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 1997.<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
___________________________________