Ég vil benda á atburð sem sendur hefur verið inn en því miður var ekki unnt að hafa meiri fyrirvara á honum.

Í kvöld, miðvikudaginn 12. mars, klukkan 20:00, verða haldnir fyrirlestrar um fornaldarheimspeki á vegum Félags áhugamanna um heimspeki í húsnæði Reykjarvíkurakademíunnar, Hringbraut 21, Rvk. Aðgangur er ókeypis og eru fyrirlestrarnir opnir öllum.

Eiríkur Smári Sigurðarson, Ph.D. í fornaldarheimspeki frá Háskólanum í Cambridge, Englandi, mun flytja fyrirlestur sem ber titilinn “Hvaða heimspeki þarf til að lesa fornaldarheimspeki?”

Ólafur Páll Jónsson Ph.D. frá MIT, Bandaríkjunum, mun flytja fyrirlestur um það hvort mögulegt sé að gera upp á milli ólíkra túlkana á frumspeki Aristótelesar í ljósi 7. bókar Frumspekinnar.

Eiríkur Smári er stundakennari við Háskóla Íslands en Ólafur Páll er aðjúnkt við Háskóla Íslands.<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
___________________________________