Næstkomandi fimmtudag mun Pétur Gauti Valgeirsson, heimspekingur, ræða M.A.-ritgerð sína, um líkingar (metafórur) og nokkrar hugmyndir heimspekinga um hvað það fyrirbæri eiginlega er, í Huggun heimspekinnar.

Að þessu sinni (og framvegis) verður Huggun heimspekinnar á Celtic Cross, Hverfisgötu 28 (á horninu á Hverfisgötu og Smiðjustíg/Bergstaðastræti, þar sem vinnufatabúðin var einu sinni), í bakherbergi (farið hægra megin í kringum barinn) og opnar það að venju kl. 20:30.

Pétur Gauti lauk B.A.-prófi í heimspeki frá HÍ 1995 og M.A.-prófi frá Karlsháskóla í Prag 1998. Hann hefur síðan unnið við þýðingar og leiðsögn en stundar nú kennsluréttindanám við HÍ. Í M.A.-verkefni síðu fjallaði hann eins og áður sagði um hugmyndir nokkurra heimspekinga um líkingar (metafórur), einkum hugmyndir Goodmans, Lakoffs & Johnsons.

Vonandi sjá sér sem flestir fært að mæta, fá sér öl og ræða heimspeki.<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
___________________________________