Geiribj:
Nei ég þekki enga nákvæma skilgreiningu.
Mín skoðun er sú að engin viti betur en heimspekingurinn sjálfur, að hann er heimspekingur. Ég tel heimspekinga ekki þurfa háskólagráðu til að vera heimspekinga, en sumir eru því miður fylgjandi þeirri skilgreiningu.
Þeir sem hafa háskólagráðu í heimspeki þurfa heldur ekki endilega að vera heimspkeingar, raunar þurfa þeir alls ekki að vera heimspekingar, mér dettur td strax í hug einn heimspekimenntaður eintaklingur, sem dæmi gott dæmi um slíkan einstakling. Ég gæti nefnt fleiri, en maður verður nú að fara varlega og kynnast fólki sæmilega, en þá verður þetta líka fullkomlega augljóst.
Heimspekingurinn þarf að stunda heimspeki, þetta á e-ð skilt við trúarlega sannfæringu, liggur mér við að segja, eða köllun. Þó eru flestir heimpekingar guðlausir með öllu, ekki allir þó. Yoda sagði við Loga að alflið sé sterkt í honum; í heimspekingi er Spurningin aftur á móti sterk. Þetta er bara e-ð sem þú hefur gengið með eins lengi og þú mannst eftir þér, eða það lifnar við í þér, og svo verður ekki aftur snúið og ekkert við þetta ráðið.
Fyrir heimspekingi eru spurningarnar of augljósar til þess að hann geti lifað “eðlilegu” lífi. Spurningarnar kalla á hann, og þó hann reyni að sporna við fæti mun hann á endanum láta undan.
En þó ég telji háskólagráðu óþarfa fyrir heimspekinga, þá er nauðsynlegt fyrir heimspekingin að rækta hug sinn, með því að kynna sér hugmyndir annara, annars mun hann einfaldlega vaxa hægar en etv betur, ég er ekki alveg viss.
Ss ef þú ert heimspekingur af “guðs náð” veistu það best sjálfur. ;)
Kv.
VeryMuch
<br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h