Hokeypokey:
Ég tel að fegurðarmat geti verið breytilegt.
En ég tel að þetta fegurðarmat, snúist um sameiginlegan ás, sem er þá einskonar norm þessara fegurðarmata.
Fegurðarnormið, tel ég vera afleiðingu þróunar, líkt og allt annað sem myndar líkama okkar. (Ég tel NB að við séum aðeins líkami, ekkert annað.)
Fegurð frá sjónarmiði þróunar, tel ég vera e-ð sem virðist okkur “líklegt til árangurs”.
Einfalt dæmi eins og það að breiðar mjaðmir og mótt mitti kvenna, og stór brjóst; höfða sterkt á þörf karlmanna til að fjölga sér, enda eru þessi einkenni merki um kosti viðkomandi konu til að ala börn og fæða þau. Þal er tenging við þróun og afkomu tegundarinnar augljós í þessu dæmi. Hvað varðar einkenni sem konum þykir falleg í fari karla, er eflaust hægt að sjá sama samhengi í því; en ég er ekki góður dómari um slíkt.
Önnur dæmi um “fegurð” eru eflaust langsóttari, í tengingu sinni við þróun, og afkomu. En ég tel að tengingin sé til staðar.
Fegurð er ss að mínu mati, smættanleg í hreina hversdagslega hagkvæmnisdóma. Þó þeir séu okkur oftast lítt meðvitaðir, og að miklu leiti meðfæddir.
Frávik í fegurðardómum frá fegurðarnorminu, sem ég minntist á; tel ég einmitt skýrast af mennigarlegum þáttum. En normið tel ég vera hinn meðfædda fegurðardóm okkar.
Fegurð er ss e-ð sem er vel mótað til þess markmiðs sem athugandin hefur í huga.
Möguleg anddæmi við þessu eru td, hversvegna karlkyns páffuglar séu með risavaxið stél. Það virðist ekki þjóna neinum gagnlegum tilgangi, og virðist því ekki falla undir þessa skilgreiningu mína.
Svar mitt við því er tvennskonar.
Stórt og fyrirferðarmikið stél páfugla, væri hægt að líta á sem sönnun á hæfni viðkomandi karlfugls til að komast af í lífsbaráttunni; ss þrátt fyrir þetta risavaxna og fyrirferðamikla stél, nær karlfuglinn að lifa af í lífsbaráttunni. Þannig er stórt stél einskonar sönnun að karlfuglinn geti sannarlega spjarað sig.
Þróunarferlið sem endar í þessum formum þarf þó ekki að vera einfalt.
Þannig væri hugsanlega einnig hægt að líta á fegurðarskyn, sem einskonar subrútínu í okkar innra forriti. E-ð sem hefur þróast í forneskju, langt á undan tegundinni. Þessi subrútína er hefur þannig öðlast sjálfstæða tilvist. Fegurðina er þannig hugsanlega hægt að höfða til og nýta, burt séð frá öðrum aðstæðum. Fegurðin er þannig eins og steingerfingur í huga dýra og manna. Einskonar innra skynfæri, sem hægt er að höfða til og nýta í lífsbaráttunni, eins og hægt væri að ímynda sér að karlpáffuglar gerðu.
Þó verð ég að telja fyrra andsvarið líklegra.
En í síðara tilvikinu hefur fegurð einnig þróast, þó að hún samsvari ekki sér ekki fullkomlega við þau rök mín að: “Fegurð er ss e-ð sem er vel mótað til þess markmiðs sem athugandin hefur í huga.”
En þó tel ég þessa skilgreiningu mína vera líklegasta útlistun á fegurð.
Kv.
VeryMuch
<br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h