Finnst okkur öllum það sama vera fallegt í kringum okkur? Er þetta BARA smekksatriði eða er það vegna gullinsniðsins og symmetríunnar sem alltaf VIRKAR á okkur öll? Sáuð þið þættina um andlitin þar sem John Cleese og ein fyrirsæta og leikkona var í(man allt í einu ekki hvað hún heitir)? Þá var verið að tala um symmetríska grímu sem passaði aðeins á fallega fólkið…svona speglun: Bæði augun alveg eins, ekkert lafði á andlitinu, nefið ekki of stórt ofl. og það er ÞAÐ sem virkar í augum okkar allra og okkur finnst öllum fallegt, eða hvað?