Ég vildi bara kunngera áhugafólki um heimspeki að tímarit Félags áhugamanna um heimspeki, <i>Hugur</i>, er kominn út í nýju tölublaði. Reyndar er þetta 14. árgangur (2002) sem kemur út núna en tölublaðið sem kom út í fyrra var 12.-13. árgangur (2000-2001). Það er vonandi að ritstjórnin nái að koma út einu tölublaði til viðbótar á þessu ári og komi þannig útgáfumálum í rétt horf.

Í blaðinu kennir ýmissa grasa. Þar er m.a. viðtal Mikaels M. Karlssonar við Donald Davidson, sem sótti okkur heim á síðasta ári, minningargreinar um W.v.O. Quine og G.E.M. Anscombe, sem létust bæði í desember 2000, og Robert Nozick, sem lést á síðasta ári, og greinar um Magnús Stephensen og Nietzsche svo fátt eitt sé nefnt.<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
___________________________________